Vilja taka ríkisborgararéttinn af framherjanum eftir landsliðsvalið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 11:30 Diego Costa hefur skorað 11 mörk í 10 leikjum í deildinni það sem af er leiktíð. Nordicphotos/Getty Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Brasilíu hafa lýst yfir vilja sínum til þess að framherjinn Diego Costa verði sviptur ríkisborgararétti sínum. Framherjinn 25 ára hjá Atletico Madrid, sem er markahæsti leikmaðurinn í spænsku úrvalsdeildinni, vakti undrun landa sinna á dögunum þegar hann lýsti yfir vilja sínum til að spila fyrir hönd Spánar. Costa spilaði tvo æfingaleiki með landsliði Brasilíu fyrr á árinu en fékk svo spænskan ríkisborgararétt í sumar. Í september spurðist Knattspyrnusamband Spánar fyrir um leyfi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að velja Costa í landsliðið. Costa staðfesti loks vilja sinn á þriðjudaginn þegar hann sendi Knattspyrnusambandi Brasilíu bréf. Bréfið vakti reiði og meðal þeirra sem tjáðu sig var landsliðsþjálfarinn Luiz Felipe Scolari: „Brasilískur leikmaður sem neitar að klæðast treyju þjóðar sinnar og spila á heimsmeistaramótinu dregur sig sjálfkrafa úr keppni. Hann snýr baki við draumi milljóna, að spila fyrir hönd þjóðar sinnar, fimmföldum heimsmeisturum á heimavelli í Brasilíu.“ Forsvarsmaður Knattspyrnusambands Brasilíu segir ákvörðun Costa klárlega vera fjárhagslegs eðlis. Nú sé næst í stöðunni að svipta hann ríkisborgararéttinum sem hann hafi í raun hafnað að þeirra mati. Lögfræðingur á vegum sambandsins er að skoða málið fyrir þess hönd. Fái Costa leyfi til þess að spila fyrir hönd Spánar gæti hann mætt „löndum sínum“ á HM í Brasilíu næsta sumar. Telja má líklegt að leyfið fáist sé horft til þess að Aron Jóhannsson, sem einnig hafði tvöfalt ríkisfang en hafði leikið með yngri landsliðum Íslands, fékk grænt ljós á að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Aron hafði þó ekki spilað æfingaleiki fyrir A-landsliðið líkt og Costa. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Brasilíu hafa lýst yfir vilja sínum til þess að framherjinn Diego Costa verði sviptur ríkisborgararétti sínum. Framherjinn 25 ára hjá Atletico Madrid, sem er markahæsti leikmaðurinn í spænsku úrvalsdeildinni, vakti undrun landa sinna á dögunum þegar hann lýsti yfir vilja sínum til að spila fyrir hönd Spánar. Costa spilaði tvo æfingaleiki með landsliði Brasilíu fyrr á árinu en fékk svo spænskan ríkisborgararétt í sumar. Í september spurðist Knattspyrnusamband Spánar fyrir um leyfi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að velja Costa í landsliðið. Costa staðfesti loks vilja sinn á þriðjudaginn þegar hann sendi Knattspyrnusambandi Brasilíu bréf. Bréfið vakti reiði og meðal þeirra sem tjáðu sig var landsliðsþjálfarinn Luiz Felipe Scolari: „Brasilískur leikmaður sem neitar að klæðast treyju þjóðar sinnar og spila á heimsmeistaramótinu dregur sig sjálfkrafa úr keppni. Hann snýr baki við draumi milljóna, að spila fyrir hönd þjóðar sinnar, fimmföldum heimsmeisturum á heimavelli í Brasilíu.“ Forsvarsmaður Knattspyrnusambands Brasilíu segir ákvörðun Costa klárlega vera fjárhagslegs eðlis. Nú sé næst í stöðunni að svipta hann ríkisborgararéttinum sem hann hafi í raun hafnað að þeirra mati. Lögfræðingur á vegum sambandsins er að skoða málið fyrir þess hönd. Fái Costa leyfi til þess að spila fyrir hönd Spánar gæti hann mætt „löndum sínum“ á HM í Brasilíu næsta sumar. Telja má líklegt að leyfið fáist sé horft til þess að Aron Jóhannsson, sem einnig hafði tvöfalt ríkisfang en hafði leikið með yngri landsliðum Íslands, fékk grænt ljós á að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Aron hafði þó ekki spilað æfingaleiki fyrir A-landsliðið líkt og Costa.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira