Twitter slær í gegn á Wall Street Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. nóvember 2013 15:53 Eftirspurnin eftir hlutabréfum í Twitter er 30 sinnum meiri en framboðið. mynd/AFP Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verið er að skrá samfélagsmiðilinn Twitter á markað í kauphöllinni í New York í þessum skrifuðu orðum. Um er að ræða stærstu skráningu á netfyrirtækis á markað síðan Facebook var skráð í maí á síðasta ári. Það stefnir í að þetta verði jafnvel stærri skráning en þegar Google fór á markað árið 2004. Um 70 milljónir hlutabréfa eru í boði. Upphaflegt verð var 23 dollarar en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var verðið komið upp í 45,1 dollar þegar kauphöllin opnaði. Sögðu miðlar vestanhafs frá því að eftirspurn hefði verið 30 sinnum meiri en framboðið strax í morgun. Miðað við eftirspurnina má búast við því að verðið haldi áfram að rjúka upp. Þegar Facebook fór á markað í fyrra hækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu gríðarlega fyrstu vikurnar. Þróunin snérist þó við nokkrum vikum seinna og verðið hrundi. Facebook hefur þó verið á stöðugri uppsiglingu síðan og hafa verð á bréfum í fyrirtækinu hækkað um 100 prósent síðustu þrjá mánuði. Mikill áhugi er á skráningunni víða um heim enda er Twitter ein af tíu stærstu vefsíðum í heimi og með um 230 milljónir notenda um allan heim. Hægt er að fylgjast með þróun mála á vef Telegraph.#Ring!— Twitter (@twitter) November 7, 2013 We just priced our IPO. pic.twitter.com/NWXaO4Myq0— Twitter (@twitter) November 6, 2013
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira