Læknanemar ósáttir við tillögu Vigdísar Elísabet Hall skrifar 5. nóvember 2013 19:23 Í grein Fréttablaðsins í dag segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að hún telji ekki óeðlilegt að þeir námsmenn sem stundi nám erlendis og ekki skili sér til Íslands að námi loknu borgi einhvers konar álag á námslánum sínum, enda séu vextir af námslánum langt undir markaðsvöxtum. Lagði hún fram fyrirspurn þess efnis á Alþingi til menntamálaráðherra í síðustu viku. Vigdís segir að einungis sé um vangaveltur að ræða en þar sem forgangsraða þurfi í ríkisrekstri sé nauðsynlegt að finna hagræðingarmöguleika. Hún vildi þó ekki segja til um hvort að þessar hugmyndir muni koma fram í niðurstöðum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Borið hefur á mikilli andstöðu við þessa tillögu Vigdísar og segir til að mynda formaður félags læknanema þetta snerta nema í grunnnámi í læknisfræði erlendis mjög illa og í ljósi stöðunnar sem heilbrigðiskerfið á Íslandi sé komið í núna sé þetta ekki skref í rétta átt að bætingu heilbrigðiskerfisins. „Ég held að þetta geti haft mjög neikvæð áhrif, eins og staðan er í dag. Og þetta er ekki skref í þá átt að hvetja fólk til þess að koma hingað aftur að loknu námi og það er það sem við höfum þörf fyrir núna. Því legg ég frekar til að þeir sem vilja leita hingað aftur að þeir fengju þá einhvers konar niðurfellingu. Það væri skynsamlegri leið að mínu mati. Þetta samræmist ekki hefðbundnu jafnrétti, að fara að mismuna þeim sem sækja sér þekkingar erlendis borið saman við þá sem sækja sér þekkingar hér heima.“ Tengdar fréttir Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Eðlilegt er að skoða hvort námsmenn sem taka námslán í námi erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu ættu að borga markaðsvexti af láninu segir formaður fjárlaganefndar. Getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér segir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. nóvember 2013 06:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Sjá meira
Í grein Fréttablaðsins í dag segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að hún telji ekki óeðlilegt að þeir námsmenn sem stundi nám erlendis og ekki skili sér til Íslands að námi loknu borgi einhvers konar álag á námslánum sínum, enda séu vextir af námslánum langt undir markaðsvöxtum. Lagði hún fram fyrirspurn þess efnis á Alþingi til menntamálaráðherra í síðustu viku. Vigdís segir að einungis sé um vangaveltur að ræða en þar sem forgangsraða þurfi í ríkisrekstri sé nauðsynlegt að finna hagræðingarmöguleika. Hún vildi þó ekki segja til um hvort að þessar hugmyndir muni koma fram í niðurstöðum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Borið hefur á mikilli andstöðu við þessa tillögu Vigdísar og segir til að mynda formaður félags læknanema þetta snerta nema í grunnnámi í læknisfræði erlendis mjög illa og í ljósi stöðunnar sem heilbrigðiskerfið á Íslandi sé komið í núna sé þetta ekki skref í rétta átt að bætingu heilbrigðiskerfisins. „Ég held að þetta geti haft mjög neikvæð áhrif, eins og staðan er í dag. Og þetta er ekki skref í þá átt að hvetja fólk til þess að koma hingað aftur að loknu námi og það er það sem við höfum þörf fyrir núna. Því legg ég frekar til að þeir sem vilja leita hingað aftur að þeir fengju þá einhvers konar niðurfellingu. Það væri skynsamlegri leið að mínu mati. Þetta samræmist ekki hefðbundnu jafnrétti, að fara að mismuna þeim sem sækja sér þekkingar erlendis borið saman við þá sem sækja sér þekkingar hér heima.“
Tengdar fréttir Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Eðlilegt er að skoða hvort námsmenn sem taka námslán í námi erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu ættu að borga markaðsvexti af láninu segir formaður fjárlaganefndar. Getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér segir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. nóvember 2013 06:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Sjá meira
Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Eðlilegt er að skoða hvort námsmenn sem taka námslán í námi erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu ættu að borga markaðsvexti af láninu segir formaður fjárlaganefndar. Getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér segir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. nóvember 2013 06:15