Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 91-87 | Njarðvík sló KR út úr bikarnum Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 1. nóvember 2013 17:30 Elvar Már Friðriksson og Logi Gunnarsson. Mynd/ÓskarÓ Leiknum er lokið með sigri Njarðvíkinga, 91-87, en liðið var sterkara á endasprettinum. Njarðvík er því komið í 16-liða úrslitin en nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi innan skamms. Gestirnir úr Vesturbænum hófu leikinn betur og eftir eina og hálfa mínútu var staðan 2-7 þeim í vil. Helgi Magnússon fann sig vel á fyrstu mínútunum fyrir KR og skoraði hann fjórar til að mynda fjórar þriggja stiga körfur í röð á fystu fimm mínútum fjórðungsins. Heimamenn héldu sér samt sem vel inn í leiknum og varð munurinn aldrei meiri en 5 stig í fyrsta leikhluta og var staðan jöfn 23-23 þegar rúm mínúta var eftir. Pavel Ermolinski og Helgi Magnússon sáu hinsvegar til þess að eftir fjórðunginn höfðu gestirnir fimm stiga forystu 23-28 og var Helgi kominn með 16 stig í enda leikhlutans. Liðin juku ákafann í vörn sinni í byrjun annars fjórðungs og var staðan, því til dæmis, 2-4 í fjórðungnum þegar þrjár mínútur voru liðnar. Þá bættu KR-ingar í og þvinguðu heimamenn í erfið skot sem vildu ekki fara ofan í körfuna og á sama tíma leystu pressu Njarðvíkinga helst til of auðveldlega. Var munurinn orðinn 13 stig þegar tvær og hálf mínúta lifðu af hálfleiknum og lokaði Jón Orri Kristjánsson, KR, hálfleiknum með því að troða boltanum í andlitið á Loga Gunnarssyni. Staðan 39-52 gestunum í vil í hálfleik. Atkvæðamestu menn voru Logi Gunnarsson með tíu stig og Nigel Moore með níu stig og sjö fráköst fyrir Njarðvík. Helgi Magnússon skoraði 16 stig og Darri Hilmarsson 15 fyrir KR-inga í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar mættu heldur betur ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og fór Logi Gunnarsson fyrir sínum mönnum en kappinn var kominn með tíu stig á fyrstu fjórum mínútum hálfleiksins og Njarðvíkingar voru búnir að éta upp tíu af 13 stigum sem gestirnir höfðu í forystu í hálfleik. Það sem var að skila þessari breytingu var að Njarðvíkingar hertu vörn sína og voru að auki að nýta sóknirnar sínar betur en í fyrri hálfleik. Heimamenn komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar 4:52 lifðu af þriðja leikhluta. Þá hófst æsilegur kafli þar sem bæði lið skoruðu til skiptis en gestirnir náðu forystunni aftur þegar lítið var eftir af fjórðungnum og voru með eitt stig í forskot þegar flautan gall. 70-71 fyrir lokafjórðunginn og leikurinn í járnum. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji endaði, liðin skiptust á að skora og var jafnt á öllum tölum fyrstu mínútur leikhlutans. Njarðvík komst síðan einu stigi yfir, 80-79 þegar rúmar 6 mínútur voru eftir. Taugar leikmanna voru þandar til hins ítrasta og sást það á því hversu lítið var skorað á næstu mínútum. KR náði þó að koma sér í þriggja stiga forystu þegar 2:47 voru eftir af leiknum en áfram var leikurinn í járnum og leikmenn gerðu mistök á báða bóga. Njarðvík komst aftur í forystuna þegar ein mínúta var eftir og var þar að verki Elvar Már Friðriksson, sem skoraði þriggja stiga körfu og var brotið á honum að auki. Hann nýtti vítið og heimamenn í forystu, 88-87. Seinasta mínútan var síðan æsispennandi en Elvar Már Friðriksson kláraði leikinnn fyrir heimamenn af vítalínunni í tvígang. Misnotaði hann seinn vítaskot sitt í fyrra skiptið en náði frákastinu og var aftur brotið á honum og nýtti hann bæði vítaskotin sín í það skiptið og 91-87 sigur heimamanna staðreynd. Sigurinn þýðir að Njarðvíkingar verða með þegar dregið verður í 16 liða úrslit bikarkeppninnar en því miður eru KR-ingar dottnir út.Njarðvík: Logi Gunnarsson 26, Nigel Moore 24 stig/11 frák., Elvar Friðriksson 15 stig/9 stoðs., Halldór Halldórsson 6, Ágúst Orrason 5, Friðrik Stefánsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 2.KR: Darri Hilmarsson 24, Helgi Magnússon 19, Martin Hermannsson 15, Pavel Ermolinski 9 stig/10 frák./13 stoðs., Jón Orri Kristjánsson 7, Magni Hafsteinsson 6 stig/6 frák., Brynjar Þór Björnsson 5.Logi Gunnarsson: Barátta, barátta, barátta „Þetta var barátta, barátta, barátta“, voru fyrstu viðbrögð Loga Gunnarssonar eftir leikinn á móti KR í kvöld. „Við vorum ekki vakandi í fyrri hálfleik en sögðum inn í klefa í hálfleik að þetta væri úrslitaleikur og ef við töpuðum hérna þá væri einn bikarinn, sem við ætlum okkur, farinn og við gátum ekki látið það gerast hérna á heimavelli. Sérstaklega ekki eftir að hafa verið svona nálægt því að vinna Keflvíkingana og við bættum eiginlega upp fyrir það í kvöld. Við sýnum hvað við getum hérna í kvöld en KR eru með rosalega gott lið og það er erfitt að vinna þá en það tókst í kvöld.“ Logi sýndi afbragðs leik í seinni hálfleik og var ánægður með sína frammistöðu. „Maður er elstur hérna inni og hef reynsluna, búinn að spila út um allt, þannig að ég ákvað að taka þessi skot þó þau væru svolítið erifið en þau duttu í kvöld. Elvar tók síðan við og Nigel líka og kláruðu þetta.“ Um þýðingu þessa sigurs sagði Logi: „Þetta eykur sjálfsöryggið hjá okkur, að við skulum vera að vinna þetta gott lið eftir leikinn á móti Keflavík sem við áttum að vinna. Þetta þýðir einnig að eitt liðið sem við ætluðum að fara í gegnum er farið en það er fullt af góðum liðum eftir í keppninni og við vissum að við þyrftum að fara í gegnum KR og við erum búnir að því.“Einar Árni Jóhannsson: Frábær karakter og flottur liðssigur „Þetta var glerharður sigur, báðar byssur fullar bara“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Njarðvíkinga í kvöld. „Það var ótrúlegt líf- og andleysi hjá okkur í fyrri hálfleik, vöntun á eldi í lið sem að langar mikið og er að spila úrslitaleik. Ég þurfti ekki að segja mikið í hálfleik, menn voru sammála um fyrri hálfleikinn að það vantaði allt fútt í okkur, við vorum varnarlausir með öllu í fyrri hálfleik og það var mikill karakter að koma til baka. Strákarnir sýndu það strax í upphafi síðari hálfleiks að þeir ætluðu að bæta þetta upp. Frábær karakter og massífur sigur.“ Einar var spurður hvað það væri helst sem skóp sigur sinna manna í kvöld. „Það var varnarleikur númer eitt, tvö og þrjú. Við þéttum okkur varnarlega og fórum að fá stopp. Við breyttum aðeins taktíkinni gagnvart Pavel, sem er hrikalega góður og erfiður að eiga við. Það gekk betur að eiga við það sem hann var að gera í seinni hálfleiknum. Hinum megin á vellinum voru menn svo bara töffarar. Logi, Nigel og Elvar voru að setja niður stórar körfur og voru áræðnir á körfuna sem var stórt atriði og vantaði kannski svolítið í síðasta leik.“ Einar var spurður hvort að sigurinn í kvöld hafi bætt eitthvað upp fyrir leikinn sem tapaðist á móti Keflavík. „Klárlega, mánudagurinn er búinn og það er ekkert hægt að bæta fyrir tap í bikar. Deildarleikur er allt annars eðlis. Ég sagði við mitt fólk að okkar strákar myndu nýta sér þann ósigur sem byr í seglin og mæta grimmir. Það var náttúrulega ekki til staðar fyrstu tuttugu mínúturnar en frábær karakter að koma til baka og gríðarlega flottur liðssigur.“Finnur Stefánsson: „Við voru klaufar að klára þetta ekki“ Þjálfari KR var súr í bragði eftir leik eins og gefur að skilja en hvað fannst honum hafa orðið til þess að liðið tapaði? „Njarðvíkingarnir settu stóru skotin undir lokin en við ekki. Elvar átti frábæra villu og körfu góða sem kom þeim yfir í lok leiks og á sama tíma vorum við að brenna af opnum skotum og vítum. Þar fannst mér munurinn helst liggja ásamt klaufalegum mistökum í bæði villum og fráköstum. Við voru klaufar að klára þetta ekki.“ „Við viljum náttúrulega taka alla bikara, það er bara okkar metnaður. Auðvitað erum við súrir að falla úr leik, sérstaklega í fyrstu umferð. Við töldum okkur eiga að vinna hérna í kvöld, þetta eru strákar sem hafa verið í atvinnumennsku og reynsluboltar þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að þessi ósigur smiti eitthvað út frá sér inn í deildina. Við leggjum bara harðar að okkur þar og sýnum hvað við ætlum okkur þar“, sagði Finnur þegar hann var spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að svona ósigur hefði áhrif inn í deildina. KR-ingar leika án erlends leikmanns þessa dagana og var Finnur spurður hvort þau mál væru í athugun. „Við erum búnir að vera að skoða leikmenn, markaðurinn er erfiður þessa dagana. Það mun samt koma erlendur leikmaður, það er bara spurning hvenær.“ Hér að neðan má lesa textalýsingu frá blaðamanni Vísis sem var á leiknum í kvöld.4. leikhluti | 91-87: Leiknum er lokið. Elvar nýtti seinustu tvö vítin sín og KR hafði bara of lítinn tíma til að gera eitthvað. Fjögurra stiga sigur heimamanna og eru þeir vel að honum komnir. Þeir verða í hattinum fyrir 16 liða úrslitin.4. leikhluti | 89-87: Elvar misnotaði eitt víti en náði sóknarfrákastinu og það var aftur brotið á honum annar séns fyrir hann. 4 sek eftir.4. leikhluti | 88-87: Njarðvík misnotaði sóknina sem þeir fengu en Brynjar Björnsson skaut loftbolta í næstu sókn KR. Elvar Már er á leiðinni á línuna þegar 5 sekúndur eru eftir.4. leikhluti | 88-87: Pavel Ermolinski misnota tvö víti og Njarðvík fer í sókn. 53 sek eftir.4. leikhluti | 88-87: Rosaleg karfa sem Elvar Már Friðriksson var að setja niður. Þristur og brotið á honum í leiðinni, hann nýtti vítið þar að auki. Fjögurra stiga sókn hjá heimamönnum. 58 sekúndur eftir. Ógurleg spenna er þetta.4. leikhluti | 84-85: Nigel Moore minnkar muninn í eitt stig. 1:28 eftir.4. leikhluti | 82-85: 2 mínútur eftir, nú reynir á taugarnar og það sést sendingar hafa verið að mistakast hjá báðum liðum.4. leikhluti | 82-85: Heimamenn taka leikhlé þegar 2:47 eru eftir. Magni Hafsteinsson lagði boltann í körfuna og kom gestunum þremur stigum yfir.4. leikhluti | 82-83: Martin Hermannsson kemur gestunum yfir af vítalínunni. Elvar og hann er jafnir í stigaskori, 15 stig hvor. 3:56 eftir.4. leikhluti | 82-81: Leikhlé tekið þegar 5:02 eru eftir. Dómararnir hafa verið í erfiðu hlutverki í kvöld en það hallar á hvorugt liðið, vafa atriði falla með báðum liðum en það er hiti í leiknum.4. leikhluti | 82-81: Magni Hafsteinsson kom KR yfir í skamma stund en Halldór Halldórsson var fljótur að koma grænum aftur í forystu. 5:13 eftir.4. leikhluti | 80-79: Friðrik Stefánsson lýkur leik í kvöld með fimm villur og fjögur stig. Pavel Ermolinski minnkar muninn í eitt stig. 6:21 eftir.4. leikhluti | 78-78: Það er jafnt á öllum tölum hérna. Darri Hilmarsson er kominn með fjórar villur og eru það slæm tíðindi fyrir gestina. 7:14 eftir.4. leikhluti | 76-76: KR-ingar komst þremur stigum yfir en Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu og jafnaði aftur. 8:30 eftir.4. leikhluti | 73-73: Lokafjórðungurinn er hafinn og Darri Hilmarsson bætir við sínu 24. stigi. Logi Gunnarsson svarar með þrist og það er enn og aftur jafnt. 9:17 eftir.3. leikhluti | 70-71: Það er eins stigs munur fyrir seinasta fjórðunginn. Njarðvíkingar bættu leik sinn heilmikið í þriðja leikhluta og fóru þar fremstir í flokki Logi Gunnarsson og Nigel Moore með 10 og 13 stig. Þetta verður vonandi spennandi fram á seinustu sekúndu.3. leikhluti | 68-71: Martin Hermannsson með þriggja stiga körfu og eykur muninn í þrjú stig. Pavel er að gæla við þrefalda tvennu hér í kvöld 8/8/9. 35 sek eftir.3. leikhluti | 66-67: Liðin skiptast á að skora þessa stundina. Martin Hermannsson nýtti tvö af þremur vítum og KR eru komnir yfir aftur. 2:39 eftir.3. leikhluti | 64-63: Logi Gunnarsson er með stórleik hér í seinni hálfleik, var að enda við að verja skot Helga Magnússonar. Nigel Moore og Darri Hilmarsson bættu við sinn hvorum þristinum. 3:29 eftir.3. leikhluti | 61-60: Nigel Moore bætti við tveimur stigum í sarpinn og munurinn einungis eitt stig. Elvar Már fór síðan á vítalínuna, jafnaði leikinn og kom heimamönnum síðan yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þeir eru komnir með tak á leikinn. 4:52 eftir.3. leikhluti | 57-60: Þetta orðið leikur, Logi Gunnarsson er kominn með 10 stig á innan við fjórum mínútum og Nigel Moore var að skora flotta þriggja stiga körfu. 5:39 eftir.3. leikhluti | 51-59: Það er athyglisvert einvígi í gangi. Elvar Már Friðriksson er að dekka Martin Hermannsson en þeir eru óumdeilanlega tveir efnilegustu körfuboltamenn þjóðarinnar. Báðir eru þeir komnir með 7 stig. 6:33 eftir.3. leikhluti | 51-57: Logi Gunnarsson er kominn með sjö stig á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Hann er að reyna að rífa liðið sitt upp. KR tekur leikhlé þegar 7:20 eru eftir.3. leikhluti | 45-55: Fyrsta óíþróttamannslega villan er komin og það var Logi Gunnarsson sem framdi hana, Brynjar Björnsson nýtti eitt víti en Darri Hilmarsson náði sér síðan í tvö vítaskot. Þau fóru bæði ofan í. 8:43 eftir3. leikhluti | 45-52: Nigel Moore skoraði fyrstu körfu hálfleiksins, þristur sem söng í netinu. Njarðvíkingar stálu síðan boltanum og Logi Gunnarsson náði sér í villu og körfu góða, vítið fór niður og munurinn er sjö stig. 9:10 eftir.3. leikhluti | 39-52: Heimamenn hefja leik í seinni hálfleik. Þetta verður vonandi spennandi leikur.2. leikhluti | 39-52: Jón Orri Kristjánsson var að enda við að troða boltanum yfir Loga Gunnarsson og ná í villu þar að auki en vítaskotið vildi ekki í. Njarðvík reynir síðasta skot hálfleiksins og það geigar. 13 stiga munur í hálfleik, gestirnir voru að leysa vörn Njarðvíkinga of auðveldlega í öðrum leikhluta. Nóg eftir samt sem áður.2. leikhluti | 39-50: 41 sekúnda eftir og Logi Gunnarsson náði sér í þrjú vítaskot þar sem brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Hann nýtti 2 af þremur.2. leikhluti | 33-46: Pavel Ermolinski eykur muninn í 13 stig eftir flott gegnumbrot þar sem hann náði í villu og nýtti vítaskotið í kjölfarið. 2:22 eftir.2. leikhluti | 31-41: Mesti munurinn hingað til og var það Darri Hilmarsson sem skoraði þriggja stiga körfu. KR-ingar eru að leika hörku vörn og heimamenn þurfa að sætta sig við erfið skot. 3:33 eftir.2. leikhluti | 31-38: Darri Hilmarsson er búinn að skora 8 stig í öðrum leikhluta eftir að hafa haft hægt um sig í fyrsta fjórðung og 10 stig í heildina. KR tekur leikhlé þegar 4:06 eru eftir.2. leikhluti | 29-36: Njarðvíkingar reyna að pressa KR-inga en gestirnir leysa það ansi vel. 5:42 eftir.2. leikhluti | 25-32: Darri Hilmarsson eykur muninn í sjö stig eftir syrpu þar sem hvort lið stal boltanum tvisvar sinnum. 7:04 eftir.2. leikhluti | 25-30: Martin Hermannsson skorar fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni en Óli Ragnar Alexandersson skorar sín fyrstu stig í næstu sókn. 8:58 eftir.2. leikhluti | 23-28: Leikhlutinn er hafinn og Njarðvík hefur leik.1. leikhluti | 23-28: Helgi Magnússon bætti við tveimur stigum af víta línunni og Njarðvík reyndi seinasta skot leikhlutans. Stórfínn körfubolti verið leikinn hingað til. Helgi Magnússon kominn með 16 stig, þar af 4 af 5 þriggja stiga körfum ofan í.1. leikhluti | 23-26: Pavel Ermolinski kemur sér á blað með þriggja stiga körfu. 20 sek eftir.1. leikhluti | 23-23: Leikhlé tekið þegar 1:09 eru eftir. Helgi Magnússo, 14 stig og Nigel Moore, 9 stig eru atkvæðamestir enn sem komið er. Nigel Moore var samt sem áður að klikka á troðslu.1. leikhluti | 23-23: Martin Hermannsson er kominn á blað fyrir KR, hann skoraði þriggja stiga körfu en Nigel Moore svarar í sömu mynt. 1:26 eftir.1. leikhluti | 20-20: Ágúst Orrason stimplar sig inn fyrir heimamenn og jafnar leikinn með þriggja stiga körfu. 2:33 eftir.1. leikhluti | 16-20: Það hlaut að koma að því að Helgi klikkaði á skoti en Nigel Moore skrefar og heimamenn ná ekki að nýta sér sóknina. 3:21 eftir.1. leikhluti | 14-18: Logi Gunnarsson minnkaði muninn í eitt stig en Helgi Magnússon er funheitur og bætir við fjórða þristinum í röð. Funheitur maðurinn. 4:40 eftir.1. leikhluti | 12-15: Friðrik Stefánsson virtist sýna góða vörn en fær dæmda á sig villu, Brynjar Björnsson klikkar á báðum vítunum. 5:55 eftir.1. leikhluti | 10-15: Helgi Magnússon með þrjá þrista í röð og Nigel Moore með tvo í röð. Það stefnir í sýningu í kvöld. Njarðvík tekur leikhlé þegar 6:33 eru eftir.1. leikhluti | 2-7: Kr-ingar byrja betur og er Helgi Magnússon kominn með fimm stig strax. Elvar Friðriksson kom heimamönnum á blað. 8:28 eftir.1. leikhluti | 0-2: Boltanum er kastað upp og það er KR sm fær fyrstu sóknina. Brynjar Björnsson skorar fyrstu körfuna. 9:53 eftir.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og áhorfendur eru að tínast í salinn. Mig grunar að ekki þurfi að vísa fólki frá vegna plássleysis eins og á mánudaginn síðastliðinn.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu úr Ljónagryfjunni í Njarðvík. Hér munu eigast við heimamenn í Njarðvík og KR í stórleik 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Liðin eru mætt út á völlinn til að taka seinustu sniðskot hringina enda rúmar níu mínútur í leik.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og áhorfendur eru að tínast í salinn. Mig grunar að ekki þurfi að vísa fólki frá vegna plássleysis eins og á mánudaginn síðastliðinn. Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Leiknum er lokið með sigri Njarðvíkinga, 91-87, en liðið var sterkara á endasprettinum. Njarðvík er því komið í 16-liða úrslitin en nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi innan skamms. Gestirnir úr Vesturbænum hófu leikinn betur og eftir eina og hálfa mínútu var staðan 2-7 þeim í vil. Helgi Magnússon fann sig vel á fyrstu mínútunum fyrir KR og skoraði hann fjórar til að mynda fjórar þriggja stiga körfur í röð á fystu fimm mínútum fjórðungsins. Heimamenn héldu sér samt sem vel inn í leiknum og varð munurinn aldrei meiri en 5 stig í fyrsta leikhluta og var staðan jöfn 23-23 þegar rúm mínúta var eftir. Pavel Ermolinski og Helgi Magnússon sáu hinsvegar til þess að eftir fjórðunginn höfðu gestirnir fimm stiga forystu 23-28 og var Helgi kominn með 16 stig í enda leikhlutans. Liðin juku ákafann í vörn sinni í byrjun annars fjórðungs og var staðan, því til dæmis, 2-4 í fjórðungnum þegar þrjár mínútur voru liðnar. Þá bættu KR-ingar í og þvinguðu heimamenn í erfið skot sem vildu ekki fara ofan í körfuna og á sama tíma leystu pressu Njarðvíkinga helst til of auðveldlega. Var munurinn orðinn 13 stig þegar tvær og hálf mínúta lifðu af hálfleiknum og lokaði Jón Orri Kristjánsson, KR, hálfleiknum með því að troða boltanum í andlitið á Loga Gunnarssyni. Staðan 39-52 gestunum í vil í hálfleik. Atkvæðamestu menn voru Logi Gunnarsson með tíu stig og Nigel Moore með níu stig og sjö fráköst fyrir Njarðvík. Helgi Magnússon skoraði 16 stig og Darri Hilmarsson 15 fyrir KR-inga í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar mættu heldur betur ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og fór Logi Gunnarsson fyrir sínum mönnum en kappinn var kominn með tíu stig á fyrstu fjórum mínútum hálfleiksins og Njarðvíkingar voru búnir að éta upp tíu af 13 stigum sem gestirnir höfðu í forystu í hálfleik. Það sem var að skila þessari breytingu var að Njarðvíkingar hertu vörn sína og voru að auki að nýta sóknirnar sínar betur en í fyrri hálfleik. Heimamenn komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar 4:52 lifðu af þriðja leikhluta. Þá hófst æsilegur kafli þar sem bæði lið skoruðu til skiptis en gestirnir náðu forystunni aftur þegar lítið var eftir af fjórðungnum og voru með eitt stig í forskot þegar flautan gall. 70-71 fyrir lokafjórðunginn og leikurinn í járnum. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji endaði, liðin skiptust á að skora og var jafnt á öllum tölum fyrstu mínútur leikhlutans. Njarðvík komst síðan einu stigi yfir, 80-79 þegar rúmar 6 mínútur voru eftir. Taugar leikmanna voru þandar til hins ítrasta og sást það á því hversu lítið var skorað á næstu mínútum. KR náði þó að koma sér í þriggja stiga forystu þegar 2:47 voru eftir af leiknum en áfram var leikurinn í járnum og leikmenn gerðu mistök á báða bóga. Njarðvík komst aftur í forystuna þegar ein mínúta var eftir og var þar að verki Elvar Már Friðriksson, sem skoraði þriggja stiga körfu og var brotið á honum að auki. Hann nýtti vítið og heimamenn í forystu, 88-87. Seinasta mínútan var síðan æsispennandi en Elvar Már Friðriksson kláraði leikinnn fyrir heimamenn af vítalínunni í tvígang. Misnotaði hann seinn vítaskot sitt í fyrra skiptið en náði frákastinu og var aftur brotið á honum og nýtti hann bæði vítaskotin sín í það skiptið og 91-87 sigur heimamanna staðreynd. Sigurinn þýðir að Njarðvíkingar verða með þegar dregið verður í 16 liða úrslit bikarkeppninnar en því miður eru KR-ingar dottnir út.Njarðvík: Logi Gunnarsson 26, Nigel Moore 24 stig/11 frák., Elvar Friðriksson 15 stig/9 stoðs., Halldór Halldórsson 6, Ágúst Orrason 5, Friðrik Stefánsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 2.KR: Darri Hilmarsson 24, Helgi Magnússon 19, Martin Hermannsson 15, Pavel Ermolinski 9 stig/10 frák./13 stoðs., Jón Orri Kristjánsson 7, Magni Hafsteinsson 6 stig/6 frák., Brynjar Þór Björnsson 5.Logi Gunnarsson: Barátta, barátta, barátta „Þetta var barátta, barátta, barátta“, voru fyrstu viðbrögð Loga Gunnarssonar eftir leikinn á móti KR í kvöld. „Við vorum ekki vakandi í fyrri hálfleik en sögðum inn í klefa í hálfleik að þetta væri úrslitaleikur og ef við töpuðum hérna þá væri einn bikarinn, sem við ætlum okkur, farinn og við gátum ekki látið það gerast hérna á heimavelli. Sérstaklega ekki eftir að hafa verið svona nálægt því að vinna Keflvíkingana og við bættum eiginlega upp fyrir það í kvöld. Við sýnum hvað við getum hérna í kvöld en KR eru með rosalega gott lið og það er erfitt að vinna þá en það tókst í kvöld.“ Logi sýndi afbragðs leik í seinni hálfleik og var ánægður með sína frammistöðu. „Maður er elstur hérna inni og hef reynsluna, búinn að spila út um allt, þannig að ég ákvað að taka þessi skot þó þau væru svolítið erifið en þau duttu í kvöld. Elvar tók síðan við og Nigel líka og kláruðu þetta.“ Um þýðingu þessa sigurs sagði Logi: „Þetta eykur sjálfsöryggið hjá okkur, að við skulum vera að vinna þetta gott lið eftir leikinn á móti Keflavík sem við áttum að vinna. Þetta þýðir einnig að eitt liðið sem við ætluðum að fara í gegnum er farið en það er fullt af góðum liðum eftir í keppninni og við vissum að við þyrftum að fara í gegnum KR og við erum búnir að því.“Einar Árni Jóhannsson: Frábær karakter og flottur liðssigur „Þetta var glerharður sigur, báðar byssur fullar bara“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Njarðvíkinga í kvöld. „Það var ótrúlegt líf- og andleysi hjá okkur í fyrri hálfleik, vöntun á eldi í lið sem að langar mikið og er að spila úrslitaleik. Ég þurfti ekki að segja mikið í hálfleik, menn voru sammála um fyrri hálfleikinn að það vantaði allt fútt í okkur, við vorum varnarlausir með öllu í fyrri hálfleik og það var mikill karakter að koma til baka. Strákarnir sýndu það strax í upphafi síðari hálfleiks að þeir ætluðu að bæta þetta upp. Frábær karakter og massífur sigur.“ Einar var spurður hvað það væri helst sem skóp sigur sinna manna í kvöld. „Það var varnarleikur númer eitt, tvö og þrjú. Við þéttum okkur varnarlega og fórum að fá stopp. Við breyttum aðeins taktíkinni gagnvart Pavel, sem er hrikalega góður og erfiður að eiga við. Það gekk betur að eiga við það sem hann var að gera í seinni hálfleiknum. Hinum megin á vellinum voru menn svo bara töffarar. Logi, Nigel og Elvar voru að setja niður stórar körfur og voru áræðnir á körfuna sem var stórt atriði og vantaði kannski svolítið í síðasta leik.“ Einar var spurður hvort að sigurinn í kvöld hafi bætt eitthvað upp fyrir leikinn sem tapaðist á móti Keflavík. „Klárlega, mánudagurinn er búinn og það er ekkert hægt að bæta fyrir tap í bikar. Deildarleikur er allt annars eðlis. Ég sagði við mitt fólk að okkar strákar myndu nýta sér þann ósigur sem byr í seglin og mæta grimmir. Það var náttúrulega ekki til staðar fyrstu tuttugu mínúturnar en frábær karakter að koma til baka og gríðarlega flottur liðssigur.“Finnur Stefánsson: „Við voru klaufar að klára þetta ekki“ Þjálfari KR var súr í bragði eftir leik eins og gefur að skilja en hvað fannst honum hafa orðið til þess að liðið tapaði? „Njarðvíkingarnir settu stóru skotin undir lokin en við ekki. Elvar átti frábæra villu og körfu góða sem kom þeim yfir í lok leiks og á sama tíma vorum við að brenna af opnum skotum og vítum. Þar fannst mér munurinn helst liggja ásamt klaufalegum mistökum í bæði villum og fráköstum. Við voru klaufar að klára þetta ekki.“ „Við viljum náttúrulega taka alla bikara, það er bara okkar metnaður. Auðvitað erum við súrir að falla úr leik, sérstaklega í fyrstu umferð. Við töldum okkur eiga að vinna hérna í kvöld, þetta eru strákar sem hafa verið í atvinnumennsku og reynsluboltar þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að þessi ósigur smiti eitthvað út frá sér inn í deildina. Við leggjum bara harðar að okkur þar og sýnum hvað við ætlum okkur þar“, sagði Finnur þegar hann var spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að svona ósigur hefði áhrif inn í deildina. KR-ingar leika án erlends leikmanns þessa dagana og var Finnur spurður hvort þau mál væru í athugun. „Við erum búnir að vera að skoða leikmenn, markaðurinn er erfiður þessa dagana. Það mun samt koma erlendur leikmaður, það er bara spurning hvenær.“ Hér að neðan má lesa textalýsingu frá blaðamanni Vísis sem var á leiknum í kvöld.4. leikhluti | 91-87: Leiknum er lokið. Elvar nýtti seinustu tvö vítin sín og KR hafði bara of lítinn tíma til að gera eitthvað. Fjögurra stiga sigur heimamanna og eru þeir vel að honum komnir. Þeir verða í hattinum fyrir 16 liða úrslitin.4. leikhluti | 89-87: Elvar misnotaði eitt víti en náði sóknarfrákastinu og það var aftur brotið á honum annar séns fyrir hann. 4 sek eftir.4. leikhluti | 88-87: Njarðvík misnotaði sóknina sem þeir fengu en Brynjar Björnsson skaut loftbolta í næstu sókn KR. Elvar Már er á leiðinni á línuna þegar 5 sekúndur eru eftir.4. leikhluti | 88-87: Pavel Ermolinski misnota tvö víti og Njarðvík fer í sókn. 53 sek eftir.4. leikhluti | 88-87: Rosaleg karfa sem Elvar Már Friðriksson var að setja niður. Þristur og brotið á honum í leiðinni, hann nýtti vítið þar að auki. Fjögurra stiga sókn hjá heimamönnum. 58 sekúndur eftir. Ógurleg spenna er þetta.4. leikhluti | 84-85: Nigel Moore minnkar muninn í eitt stig. 1:28 eftir.4. leikhluti | 82-85: 2 mínútur eftir, nú reynir á taugarnar og það sést sendingar hafa verið að mistakast hjá báðum liðum.4. leikhluti | 82-85: Heimamenn taka leikhlé þegar 2:47 eru eftir. Magni Hafsteinsson lagði boltann í körfuna og kom gestunum þremur stigum yfir.4. leikhluti | 82-83: Martin Hermannsson kemur gestunum yfir af vítalínunni. Elvar og hann er jafnir í stigaskori, 15 stig hvor. 3:56 eftir.4. leikhluti | 82-81: Leikhlé tekið þegar 5:02 eru eftir. Dómararnir hafa verið í erfiðu hlutverki í kvöld en það hallar á hvorugt liðið, vafa atriði falla með báðum liðum en það er hiti í leiknum.4. leikhluti | 82-81: Magni Hafsteinsson kom KR yfir í skamma stund en Halldór Halldórsson var fljótur að koma grænum aftur í forystu. 5:13 eftir.4. leikhluti | 80-79: Friðrik Stefánsson lýkur leik í kvöld með fimm villur og fjögur stig. Pavel Ermolinski minnkar muninn í eitt stig. 6:21 eftir.4. leikhluti | 78-78: Það er jafnt á öllum tölum hérna. Darri Hilmarsson er kominn með fjórar villur og eru það slæm tíðindi fyrir gestina. 7:14 eftir.4. leikhluti | 76-76: KR-ingar komst þremur stigum yfir en Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu og jafnaði aftur. 8:30 eftir.4. leikhluti | 73-73: Lokafjórðungurinn er hafinn og Darri Hilmarsson bætir við sínu 24. stigi. Logi Gunnarsson svarar með þrist og það er enn og aftur jafnt. 9:17 eftir.3. leikhluti | 70-71: Það er eins stigs munur fyrir seinasta fjórðunginn. Njarðvíkingar bættu leik sinn heilmikið í þriðja leikhluta og fóru þar fremstir í flokki Logi Gunnarsson og Nigel Moore með 10 og 13 stig. Þetta verður vonandi spennandi fram á seinustu sekúndu.3. leikhluti | 68-71: Martin Hermannsson með þriggja stiga körfu og eykur muninn í þrjú stig. Pavel er að gæla við þrefalda tvennu hér í kvöld 8/8/9. 35 sek eftir.3. leikhluti | 66-67: Liðin skiptast á að skora þessa stundina. Martin Hermannsson nýtti tvö af þremur vítum og KR eru komnir yfir aftur. 2:39 eftir.3. leikhluti | 64-63: Logi Gunnarsson er með stórleik hér í seinni hálfleik, var að enda við að verja skot Helga Magnússonar. Nigel Moore og Darri Hilmarsson bættu við sinn hvorum þristinum. 3:29 eftir.3. leikhluti | 61-60: Nigel Moore bætti við tveimur stigum í sarpinn og munurinn einungis eitt stig. Elvar Már fór síðan á vítalínuna, jafnaði leikinn og kom heimamönnum síðan yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þeir eru komnir með tak á leikinn. 4:52 eftir.3. leikhluti | 57-60: Þetta orðið leikur, Logi Gunnarsson er kominn með 10 stig á innan við fjórum mínútum og Nigel Moore var að skora flotta þriggja stiga körfu. 5:39 eftir.3. leikhluti | 51-59: Það er athyglisvert einvígi í gangi. Elvar Már Friðriksson er að dekka Martin Hermannsson en þeir eru óumdeilanlega tveir efnilegustu körfuboltamenn þjóðarinnar. Báðir eru þeir komnir með 7 stig. 6:33 eftir.3. leikhluti | 51-57: Logi Gunnarsson er kominn með sjö stig á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Hann er að reyna að rífa liðið sitt upp. KR tekur leikhlé þegar 7:20 eru eftir.3. leikhluti | 45-55: Fyrsta óíþróttamannslega villan er komin og það var Logi Gunnarsson sem framdi hana, Brynjar Björnsson nýtti eitt víti en Darri Hilmarsson náði sér síðan í tvö vítaskot. Þau fóru bæði ofan í. 8:43 eftir3. leikhluti | 45-52: Nigel Moore skoraði fyrstu körfu hálfleiksins, þristur sem söng í netinu. Njarðvíkingar stálu síðan boltanum og Logi Gunnarsson náði sér í villu og körfu góða, vítið fór niður og munurinn er sjö stig. 9:10 eftir.3. leikhluti | 39-52: Heimamenn hefja leik í seinni hálfleik. Þetta verður vonandi spennandi leikur.2. leikhluti | 39-52: Jón Orri Kristjánsson var að enda við að troða boltanum yfir Loga Gunnarsson og ná í villu þar að auki en vítaskotið vildi ekki í. Njarðvík reynir síðasta skot hálfleiksins og það geigar. 13 stiga munur í hálfleik, gestirnir voru að leysa vörn Njarðvíkinga of auðveldlega í öðrum leikhluta. Nóg eftir samt sem áður.2. leikhluti | 39-50: 41 sekúnda eftir og Logi Gunnarsson náði sér í þrjú vítaskot þar sem brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Hann nýtti 2 af þremur.2. leikhluti | 33-46: Pavel Ermolinski eykur muninn í 13 stig eftir flott gegnumbrot þar sem hann náði í villu og nýtti vítaskotið í kjölfarið. 2:22 eftir.2. leikhluti | 31-41: Mesti munurinn hingað til og var það Darri Hilmarsson sem skoraði þriggja stiga körfu. KR-ingar eru að leika hörku vörn og heimamenn þurfa að sætta sig við erfið skot. 3:33 eftir.2. leikhluti | 31-38: Darri Hilmarsson er búinn að skora 8 stig í öðrum leikhluta eftir að hafa haft hægt um sig í fyrsta fjórðung og 10 stig í heildina. KR tekur leikhlé þegar 4:06 eru eftir.2. leikhluti | 29-36: Njarðvíkingar reyna að pressa KR-inga en gestirnir leysa það ansi vel. 5:42 eftir.2. leikhluti | 25-32: Darri Hilmarsson eykur muninn í sjö stig eftir syrpu þar sem hvort lið stal boltanum tvisvar sinnum. 7:04 eftir.2. leikhluti | 25-30: Martin Hermannsson skorar fyrstu stig leikhlutans af vítalínunni en Óli Ragnar Alexandersson skorar sín fyrstu stig í næstu sókn. 8:58 eftir.2. leikhluti | 23-28: Leikhlutinn er hafinn og Njarðvík hefur leik.1. leikhluti | 23-28: Helgi Magnússon bætti við tveimur stigum af víta línunni og Njarðvík reyndi seinasta skot leikhlutans. Stórfínn körfubolti verið leikinn hingað til. Helgi Magnússon kominn með 16 stig, þar af 4 af 5 þriggja stiga körfum ofan í.1. leikhluti | 23-26: Pavel Ermolinski kemur sér á blað með þriggja stiga körfu. 20 sek eftir.1. leikhluti | 23-23: Leikhlé tekið þegar 1:09 eru eftir. Helgi Magnússo, 14 stig og Nigel Moore, 9 stig eru atkvæðamestir enn sem komið er. Nigel Moore var samt sem áður að klikka á troðslu.1. leikhluti | 23-23: Martin Hermannsson er kominn á blað fyrir KR, hann skoraði þriggja stiga körfu en Nigel Moore svarar í sömu mynt. 1:26 eftir.1. leikhluti | 20-20: Ágúst Orrason stimplar sig inn fyrir heimamenn og jafnar leikinn með þriggja stiga körfu. 2:33 eftir.1. leikhluti | 16-20: Það hlaut að koma að því að Helgi klikkaði á skoti en Nigel Moore skrefar og heimamenn ná ekki að nýta sér sóknina. 3:21 eftir.1. leikhluti | 14-18: Logi Gunnarsson minnkaði muninn í eitt stig en Helgi Magnússon er funheitur og bætir við fjórða þristinum í röð. Funheitur maðurinn. 4:40 eftir.1. leikhluti | 12-15: Friðrik Stefánsson virtist sýna góða vörn en fær dæmda á sig villu, Brynjar Björnsson klikkar á báðum vítunum. 5:55 eftir.1. leikhluti | 10-15: Helgi Magnússon með þrjá þrista í röð og Nigel Moore með tvo í röð. Það stefnir í sýningu í kvöld. Njarðvík tekur leikhlé þegar 6:33 eru eftir.1. leikhluti | 2-7: Kr-ingar byrja betur og er Helgi Magnússon kominn með fimm stig strax. Elvar Friðriksson kom heimamönnum á blað. 8:28 eftir.1. leikhluti | 0-2: Boltanum er kastað upp og það er KR sm fær fyrstu sóknina. Brynjar Björnsson skorar fyrstu körfuna. 9:53 eftir.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og áhorfendur eru að tínast í salinn. Mig grunar að ekki þurfi að vísa fólki frá vegna plássleysis eins og á mánudaginn síðastliðinn.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu úr Ljónagryfjunni í Njarðvík. Hér munu eigast við heimamenn í Njarðvík og KR í stórleik 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Liðin eru mætt út á völlinn til að taka seinustu sniðskot hringina enda rúmar níu mínútur í leik.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og áhorfendur eru að tínast í salinn. Mig grunar að ekki þurfi að vísa fólki frá vegna plássleysis eins og á mánudaginn síðastliðinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira