Emirates kynnir mestu flugvélakaup sögunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2013 16:59 Eigandi flugfélagsins, emírinn í Dubai, Mohammed Bin Rashid al-Maktoum, mætir á flugsýninguna í dag. Airbus A380 í bakgrunni. Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira