Körfubolti

Haukarnir í upp í fimmta sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Terrence Watson.
Terrence Watson. Mynd/Valli
Nýliðar Hauka halda áfram að gera góða hluti í Dominos-deild karla í körfubolta en liðið vann sex stiga sigur á KFÍ í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld, 73-67. Haukarnir hafa unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og eru í fimmta sæti deildarinnar.

Ísfirðingar urðu þar með að tapa öðrum baráttuleik á stuttum tíma á móti Haukum en Haukarnir slógu þá út úr bikarnum fyrir vestan á dögunum. KFÍ er áfram eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum sínum leikjum.

Terrence Watson skoraði 25 stig og tók 20 fráköst fyrir Hauka, Kári Jónsson skoraði 16 stig og Sigurður Þór Einarsson var með 11 stig. Emil Barja gaf 10 stoðsendingar á félaga sína.

Jason Smith var með 28 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar hjá KFÍ og Mirko Stefán Virijevic var með 18 stig og 14 fráköst.

Haukar voru yfir eftir fyrsta leikhlutann, 20-15, en KFÍ komst mest sex stigum yfir í þriðja leikhlutanum og var einu stigi yfir, 54-53, fyrir lokaleikhlutann. Haukarnir voru sterkari í fjórða leikhlutanum og tryggðu sér sigur með því að vinna síðustu fjórar mínúturnar 12-4.



Haukar-KFI 73-67 (20-15, 16-18, 17-21, 20-13)

Haukar: Terrence Watson 25/20 fráköst/4 varin skot, Kári Jónsson 16, Sigurður Þór Einarsson 11/4 fráköst, Haukur Óskarsson 9/4 fráköst, Emil Barja 6/10 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4, Helgi Björn Einarsson 2/4 fráköst.

KFÍ: Jason Smith 28/8 fráköst/8 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 18/14 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 8/6 fráköst, Leó Sigurðsson 5/5 fráköst, Pance Ilievski 4, Valur Sigurðsson 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×