Körfubolti

Nýr Kani spilar með Grindavík gegn Stjörnunni í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Fésbókarsíða Clinch
Allt er þegar þrennt er segir einhvers staðar og það á svo sannarlega við um karlalið Grindavíkur í körfubolta.

Íslandsmeistararnir hafa gengið frá samkomulagi við Lewis Linch um að leika með þeim í vetur. Þegar hafa tveir bandarískir leikmenn spreitt sig en verið sendir heim þar sem þeir stóðu ekki undir væntingum.

Clinch er um 191 cm á hæð og spilar í stöðu leikstjórnanda. Hann spilaði á síðustu leiktíð með liði í Dóminíska lýðveldinu en hefur einig spilað á Púerto Ríkó og í Ísrael.

„Ég held að metið í Grindavík séu fimm bandarískir leikmenn á einu tímabili og við stefnum bara ótrauðir á að slá það,“ sagði Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, á léttu nótunum við Fréttablaðið á dögunum.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, sagði við Fréttablaðið skömmu fyrir tímabilið að liðið væri í leit að fjölhæfum framherja. Hvort Linch muni spila í stöðu leikstjórnanda eða framherja mun koma í ljós í kvöld.

Ljóst er að Clinch er klár í slaginn ef marka má færslu á Fésbókarsíðu hans á þriðjudag. Færsluna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×