Faroe Petroleum og Statoil finna olíulind í Noregshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2013 13:32 Borpallurinn Songa Trym ásamt þjónustuskipum. Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. Olíulindin er í hafinu út af Þrændalögum, norðvestur af Þrándheimi, og norðan Kristiansunds, á svokölluðu Snilehorn-svæði. Borpallurinn Songa Trym boraði brunninn niður á 3.400 metra dýpi. „Við erum mjög ánægð með árangurinn af leitaráætlun okkar á svæðum nærri vinnslusvæðum okkar í Noregshafi,“ hafa norskir fjölmiðlar eftir leitarstjóra Statoil, Gro G. Haatvedt. Hún segir að á þremur mánuðum hafi olía fundist á þremur nýjum svæðum í kringum vinnslusvæðin Norn, Ásgarð og Njörð. Þetta sé mjög verðmæt olía í háum gæðum og gefi Statoil möguleika á að framlengja líftíma fjárfestinga sinna þarna. Olíufundinum hefur einnig verið fagnað í Færeyjum. Færeyskir netmiðlar hafa eftir forstjóra Faroe Petroleum, Graham Stewart, að þetta sé verulegur fundur, og sá annar á þessu ári sem félagið tengist í Noregshafi. Faroe á 7,5% hlut í olíulindinni, Statoil 35%, GDP Suez 20%, E.ON 17,5%, Core Energy 17,5% og VNG á 2,5%. Þess má geta að Faroe Petroleum er handhafi 67,5% hlutar í sérleyfi á íslenska Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe sagði við úthlutun þess í Reykjavík í byrjun þessa árs að hann gerði ráð fyrir að olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn kæmi eftir þrjú til fjögur ár. Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. Olíulindin er í hafinu út af Þrændalögum, norðvestur af Þrándheimi, og norðan Kristiansunds, á svokölluðu Snilehorn-svæði. Borpallurinn Songa Trym boraði brunninn niður á 3.400 metra dýpi. „Við erum mjög ánægð með árangurinn af leitaráætlun okkar á svæðum nærri vinnslusvæðum okkar í Noregshafi,“ hafa norskir fjölmiðlar eftir leitarstjóra Statoil, Gro G. Haatvedt. Hún segir að á þremur mánuðum hafi olía fundist á þremur nýjum svæðum í kringum vinnslusvæðin Norn, Ásgarð og Njörð. Þetta sé mjög verðmæt olía í háum gæðum og gefi Statoil möguleika á að framlengja líftíma fjárfestinga sinna þarna. Olíufundinum hefur einnig verið fagnað í Færeyjum. Færeyskir netmiðlar hafa eftir forstjóra Faroe Petroleum, Graham Stewart, að þetta sé verulegur fundur, og sá annar á þessu ári sem félagið tengist í Noregshafi. Faroe á 7,5% hlut í olíulindinni, Statoil 35%, GDP Suez 20%, E.ON 17,5%, Core Energy 17,5% og VNG á 2,5%. Þess má geta að Faroe Petroleum er handhafi 67,5% hlutar í sérleyfi á íslenska Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe sagði við úthlutun þess í Reykjavík í byrjun þessa árs að hann gerði ráð fyrir að olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn kæmi eftir þrjú til fjögur ár.
Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37