Körfubolti

Dómaranefnd KKÍ svarar gagnrýni

Það er algeng umræða í íslensku íþróttalífi að aðeins leikmönnum sé refsað fyrir slaka frammistöðu en ekki dómurum. Leikmenn sem spili illa fari á bekkinn en dómarar haldi áfram að dæma.

Nokkuð hefur borið á slíkri umræðu í körfuboltahreyfingunni upp á síðkastið og dómaranefnd KKÍ hefur nú ákveðið að svara þessari gagnrýni.

„Stundum er talað um að dómarar fái ekki enga refsingu eigi þeir slakan leik og þá gjarna vísað í að þannig sé tekið á leikmönnum sem ekki finna sig þann daginn. Dómaranefnd lítur ekki svo á að dómarar verði afburðafagmenn þótt þeir eigi nokkra góða daga né heldur að þeir séu ónothæfir eigi þeir slæma daga," segir meðal annars í grein dómaranefndarinnar.

Þar kemur einnig fram að þjálfarar og forráðamenn sýni því engan áhuga er nefndin heldur fund fyrir tímabilið þar sem farið er yfir áherslur tímabilsins.

„Þetta teljum við kjörið tækifæri til þess að sæmræma skilning og einnig tækifæri til þess að koma hugrenningum þeirra til skila sem ekki tengjast dómgæslu beint. Skemmst er frá því að segja að áhugi þeirra sem boðið er til þessara funda hefur enginn verið."

Lesa má grein dómaranefndar KKÍ í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×