Körfubolti

Flottur nóvembermánuður hjá Ragnari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Mynd/Daníel
Ragnar Ágúst Nathanaelsson var í aðalhlutverki í sigri Þórs á Skallagrími í Dominos-deild karla í körfubolta í gær en miðherjinn stóri og stæðilegi var með 24 stig og 12 fráköst í 110-91 sigri.

Ragnar náði þar sem tvennu í fjórða leiknum í röð og er búinn að vera með á annað tug stiga og frákasta í öllum deildarleikjum Þórsara í nóvembermánuði.

Ragnar er með 18,8 stig, 13,5 fráköst og 4,0 varin skot að meðaltali í fjórum leikjum nóvembermánaðar en hann hefur nýtt 61,2 prósent skota sinna í mánuðinum.  Framlagið er upp á 28,8 í leik.

Þetta eru mun hærri tölur en í október þar sem hann var með 12,0 stig, 10,5 fráköst og 1,0 varið skot að meðaltali í þremur leikjum. Framlagið var upp á 18,7 í leik.

Ragnar er nú sá íslenski leikmaður sem hefur náð flestum tvennum í fyrstu sjö umferðunum en hann hefur verið yfir tíu stig og tíu fráköst í sex af sjö leikjum sínum. Það er aðeins KFÍ-maðurinn Mirko Stefán Virijevic sem kemst í þann flokk af leikmönnum með íslenskt ríkisfang.

Leikir Ragnars í nóvember

1) 22 stig, 15 fráköst, 4 varin skot á móti Keflavík

2) 15 stig og 16 fráköst á móti Njarðvík

3) 14 stig, 10 fráköst og 10 varin skot á móti Val

4) 24 stig og 12 fráköst á móti Skallagrími


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Skallagrímur 110-91 | Öruggt í Þorlákshöfn

Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu í kvöld afsakplega sannfærandi sigur á Skallagrími úr Borganesi. Bæði lið höfðu fyrir leik kvöldsins tapað þremur síðustu leikjum sínum og voru því með bakið upp við vegg. Þórsarar tóku stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu og létu hana ekki af hendi fyrr en lokaflautið gall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×