Erlent

Fundu ekki ástæðu fyrir fjöldamorðinu í Sandy Hook

Samúel Karl Ólason skrifar
Skotárásin átti sér stað í þessum skóla í bænnum Newton í Connecticut.
Skotárásin átti sér stað í þessum skóla í bænnum Newton í Connecticut. Mynd/APIIMAGES

Höfundum skýrslu um atvikið þegar Adam Lanza myrti 26 manns, 20 börn og sex kennara, í Sandy Hook skólanum í ríkinu Connecticut í Bandaríkjum, tókst ekki að finna neina ástæðu fyrir ódæðinu. Adam framdi sjálfsmorð þegar lögreglan kom á vettvang.

Það sem þeir komust þó að var að Adam átti við mikil geðheilbrigðisvandamál að kljást. Þau vandamál væru þó ekki næg til að draga úr sakhæfni hans, en ollu því að hann gat ekki lifað eðlilegu lífi og ekki átt í eðlilegum samskiptum, jafnvel við þá sem stóðu honum næst.

Hann reyndi þó ekkert að taka á sínum vandamálum og hafði greiðan aðgang að skotvopnum, auk þess sem hann var hugtekinn af fjöldamorðum og þá sérstaklega skotárásinni í Columbine árið 1999.

Einnig virðist ekkert benda til þess hvers vegna Sandy Hook hafi orðið fyrir valinu, annað en að það hafi verið sá skóli sem var næst honum.

Í skýrslunni segir að ljóst sé að skjót viðbrögð lögreglumanna og hugrekki kennaranna hafi skipt sköpum í að ekki hafi fleiri látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×