Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Sviss 26-21 | Flottur sigur á Sviss 30. nóvember 2013 13:21 Þórey Rósa Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Íslands. Mynd/Stefán Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.” Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira