Gaui missti af því þegar fyrsti heimasigurinn kom í hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2013 22:00 Ágúst Angantýsson var flottur í gær. Mynd/Daníel Fjölnir Baldursson hefur tekið saman flott myndband frá leik KFÍ og Snæfells í Domnios-deild karla í körfubolta sem fram fór í Jakanum í gærkvöldi en Ísfirðingar unnu þar sinn fyrsta heimasigur í deildinni í vetur. KFÍ vann Snæfell 89-80 þar sem Ágúst Angantýsson átti stórleik og skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Jason Smith skoraði 26 stig og Valur Sigurðsson var með 17 stig. KFÍTV var að sjálfsögðu með leikinn í beinni og Vísir fékk að streyma útsendingunni í gærkvöldi. Fjölnir Baldursson fór síðan í það að taka saman flottustu tilþrifin og má sjá þau hérna fyrir neðan. Guðjón M. Þorsteinsson, guðfaðir körfuboltans á Ísafirði og stjórnarmaður félagsins til margra ára, fékk þó ekki að upplifa það þegar fyrsti heimasigurinn kom í hús. „Í gær var furðulegur dagur. Stóð á haus í vinnu allan daginn og fór svo á leikinn hjá strákunum þar sem lýsti fyrri hálfleik?? Já fyrri hálfleik! Þurfti svo að sinna fjölskyldunni og fékk sms að við hefðum sigrað Snæfell. Það voru blendnar tilfinningar að fá svona fréttir. Fyrst rosalega stoltur að strákunum, en sorgmæddur yfir að vera ekki á staðnum að lýsa þessu og það eru ekki margir leikirnir sem ég hef misst af á 30+ árum. EN fjölskyldan er samt mikilvægari og þar skiptir máli að vera alltaf til staðar," skrifaði Guðjón inn á fésbókarsíðu sína. Við skulum vona það hans vegna að leikmenn KFÍ-liðsins séu ekki hjátrúarfullir og líti á það sem happa ef Gaui fari í hálfleik en framundan er gríðarlega mikilvægur heimaleikur hjá KFÍ-liðinu á móti Val. Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Fjölnir Baldursson hefur tekið saman flott myndband frá leik KFÍ og Snæfells í Domnios-deild karla í körfubolta sem fram fór í Jakanum í gærkvöldi en Ísfirðingar unnu þar sinn fyrsta heimasigur í deildinni í vetur. KFÍ vann Snæfell 89-80 þar sem Ágúst Angantýsson átti stórleik og skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Jason Smith skoraði 26 stig og Valur Sigurðsson var með 17 stig. KFÍTV var að sjálfsögðu með leikinn í beinni og Vísir fékk að streyma útsendingunni í gærkvöldi. Fjölnir Baldursson fór síðan í það að taka saman flottustu tilþrifin og má sjá þau hérna fyrir neðan. Guðjón M. Þorsteinsson, guðfaðir körfuboltans á Ísafirði og stjórnarmaður félagsins til margra ára, fékk þó ekki að upplifa það þegar fyrsti heimasigurinn kom í hús. „Í gær var furðulegur dagur. Stóð á haus í vinnu allan daginn og fór svo á leikinn hjá strákunum þar sem lýsti fyrri hálfleik?? Já fyrri hálfleik! Þurfti svo að sinna fjölskyldunni og fékk sms að við hefðum sigrað Snæfell. Það voru blendnar tilfinningar að fá svona fréttir. Fyrst rosalega stoltur að strákunum, en sorgmæddur yfir að vera ekki á staðnum að lýsa þessu og það eru ekki margir leikirnir sem ég hef misst af á 30+ árum. EN fjölskyldan er samt mikilvægari og þar skiptir máli að vera alltaf til staðar," skrifaði Guðjón inn á fésbókarsíðu sína. Við skulum vona það hans vegna að leikmenn KFÍ-liðsins séu ekki hjátrúarfullir og líti á það sem happa ef Gaui fari í hálfleik en framundan er gríðarlega mikilvægur heimaleikur hjá KFÍ-liðinu á móti Val.
Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira