Hulunni svipt af greiðslufyrirkomulagi Spotify Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. desember 2013 14:47 Eminem, Drake og Lorde eru meðal þeirra listamanna sem fjallað er um í umfjöllun Time. Tónlistarveitan Spotify hefur verið gagnrýnd af tónlistarfólki fyrir að grafa undan plötusölu og greiða ekki nægileg höfundaréttargjöld til listamanna. Til dæmis fjarlægði Radiohead-kempan Thom Yorke allt sólóefni sitt af síðunni fyrr á árinu og sagði að það hreinlega borgaði sig ekki fyrir sig að vera á Spotify. Þá hafa aðrir listamenn á borð við Aimee Mann og The Black Keys haldið nýjustu útgáfum sínum frá veitunni af ótta við slæm áhrif á plötusölu. En nú hefur tónlistarveitan sett í loftið sérstaka síðu þar sem nánar er farið út í greiðslufyrirkomulagið og nefnist síðan Spotify Artists. Þar kemur meðal annars fram að Spotify hafi greitt 500 milljónir Bandaríkjadala í höfundaréttargjöld til rétthafa það sem af er þessa árs. Samanlagðar höfundaréttargreiðslur til rétthafa frá 2009 nema einum milljarði Bandaríkjadala, en það eru um 70 prósent tekja tónlistarveitunnar á tímabilinu.Daniel Elk, stofnandi Spotify.mynd/gettySafnast þegar saman kemur Spotify greiðir ekki fasta upphæð fyrir hverja spilun á síðunni. Þess í stað er heildarupphæð höfundaréttargreiðslna hverju sinni skipt á milli rétthafa eftir hlutfalli þeirra af allri spilun. Þannig gætu höfundaréttargreiðslur tónlistarmanns verið misháar á milli ára þó að lög listamannsins væru spiluð jafn oft. Fyrirtækið áætlar að hver spilun skili listamanni á milli 0,006 og 0,0084 Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum. Sú tala kann að hljóma lág en samkvæmt gögnum Spotify safnast þegar saman kemur, að minnsta kosti hjá vinsælu tónlistarfólki. Vinsælasta plata hvers mánaðar er sögð skila rúmlega 400 þúsund Bandaríkjadölum í höfundaréttargreiðslum til rétthafa. Tónlistarmaður sem vinsæll er um allan heim og Spotify kýs að nafngreina ekki skilaði rúmum þremur milljónum Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum til rétthafa frá ágúst í fyrra til júlí á þessu ári. Spotify gerir ráð fyrir því að þessar tölur komi til með að hækka samhliða auknum tekjum tónlistarveitunnar, en fjöldi tónlistarfólks sem skiptir kökunni á milli sín er sagður breytast lítið.Vefsíðan Time tók saman tíu vinsælustu lögin á Spotify næstsíðustu vikuna í nóvember og reiknaði lauslega út höfundaréttargreiðslur sem þau hafa skilað frá útgáfudegi. Listinn er svohljóðandi:1. The Monster / Eminem / 35,1 milljón spilanir / 210.000 – 294.000 dalir2. Timber / Pitbull / 32,0 milljón spilanir / 192.000 – 269.000 dalir3. Lorde / Royals / 65,3 milljón spilanir / 392.000 – 549.000 dalir4. OneRepublic / Counting Stars / 57,7 milljón spilanir / 346.000 – 484.000 dalir5. Avicii / Hey Brother / 46,5 milljón spilanir / 279.000 – 391.000 dalir6. Miley Cyrus / Wrecking Ball / 60,4 milljón spilanir / 363.000 – 508.000 dalir7. Katy Perry / Roar / 64,6 milljón spilanir / 388.000 – 543.000 dalir8. Avicii / Wake Me Up / 152,1 milljón spilanir / 913.000 – 1,3 milljón dalir9. Drake / Hold On, We’re Going Home /47,1 milljón spilanir / 283.000 – 396.000 dalir10. Ellie Goulding / Burn / 53,8 milljón spilanir / 323.000 – 452.000 dalir Tengdar fréttir Thom Yorke gagnrýnir Spotify Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir tónlistarveituna Spotify vera „síðasta örvæntingarfulla prump deyjandi líks.“ 4. október 2013 11:30 Metin falla á Spotify Notendur streymdu nýjustu plötu Jay-Z 14 milljón sinnum á einni viku. 18. júlí 2013 11:06 Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. 16. apríl 2013 07:00 Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tónlistarveitan Spotify hefur verið gagnrýnd af tónlistarfólki fyrir að grafa undan plötusölu og greiða ekki nægileg höfundaréttargjöld til listamanna. Til dæmis fjarlægði Radiohead-kempan Thom Yorke allt sólóefni sitt af síðunni fyrr á árinu og sagði að það hreinlega borgaði sig ekki fyrir sig að vera á Spotify. Þá hafa aðrir listamenn á borð við Aimee Mann og The Black Keys haldið nýjustu útgáfum sínum frá veitunni af ótta við slæm áhrif á plötusölu. En nú hefur tónlistarveitan sett í loftið sérstaka síðu þar sem nánar er farið út í greiðslufyrirkomulagið og nefnist síðan Spotify Artists. Þar kemur meðal annars fram að Spotify hafi greitt 500 milljónir Bandaríkjadala í höfundaréttargjöld til rétthafa það sem af er þessa árs. Samanlagðar höfundaréttargreiðslur til rétthafa frá 2009 nema einum milljarði Bandaríkjadala, en það eru um 70 prósent tekja tónlistarveitunnar á tímabilinu.Daniel Elk, stofnandi Spotify.mynd/gettySafnast þegar saman kemur Spotify greiðir ekki fasta upphæð fyrir hverja spilun á síðunni. Þess í stað er heildarupphæð höfundaréttargreiðslna hverju sinni skipt á milli rétthafa eftir hlutfalli þeirra af allri spilun. Þannig gætu höfundaréttargreiðslur tónlistarmanns verið misháar á milli ára þó að lög listamannsins væru spiluð jafn oft. Fyrirtækið áætlar að hver spilun skili listamanni á milli 0,006 og 0,0084 Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum. Sú tala kann að hljóma lág en samkvæmt gögnum Spotify safnast þegar saman kemur, að minnsta kosti hjá vinsælu tónlistarfólki. Vinsælasta plata hvers mánaðar er sögð skila rúmlega 400 þúsund Bandaríkjadölum í höfundaréttargreiðslum til rétthafa. Tónlistarmaður sem vinsæll er um allan heim og Spotify kýs að nafngreina ekki skilaði rúmum þremur milljónum Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum til rétthafa frá ágúst í fyrra til júlí á þessu ári. Spotify gerir ráð fyrir því að þessar tölur komi til með að hækka samhliða auknum tekjum tónlistarveitunnar, en fjöldi tónlistarfólks sem skiptir kökunni á milli sín er sagður breytast lítið.Vefsíðan Time tók saman tíu vinsælustu lögin á Spotify næstsíðustu vikuna í nóvember og reiknaði lauslega út höfundaréttargreiðslur sem þau hafa skilað frá útgáfudegi. Listinn er svohljóðandi:1. The Monster / Eminem / 35,1 milljón spilanir / 210.000 – 294.000 dalir2. Timber / Pitbull / 32,0 milljón spilanir / 192.000 – 269.000 dalir3. Lorde / Royals / 65,3 milljón spilanir / 392.000 – 549.000 dalir4. OneRepublic / Counting Stars / 57,7 milljón spilanir / 346.000 – 484.000 dalir5. Avicii / Hey Brother / 46,5 milljón spilanir / 279.000 – 391.000 dalir6. Miley Cyrus / Wrecking Ball / 60,4 milljón spilanir / 363.000 – 508.000 dalir7. Katy Perry / Roar / 64,6 milljón spilanir / 388.000 – 543.000 dalir8. Avicii / Wake Me Up / 152,1 milljón spilanir / 913.000 – 1,3 milljón dalir9. Drake / Hold On, We’re Going Home /47,1 milljón spilanir / 283.000 – 396.000 dalir10. Ellie Goulding / Burn / 53,8 milljón spilanir / 323.000 – 452.000 dalir
Tengdar fréttir Thom Yorke gagnrýnir Spotify Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir tónlistarveituna Spotify vera „síðasta örvæntingarfulla prump deyjandi líks.“ 4. október 2013 11:30 Metin falla á Spotify Notendur streymdu nýjustu plötu Jay-Z 14 milljón sinnum á einni viku. 18. júlí 2013 11:06 Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. 16. apríl 2013 07:00 Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Thom Yorke gagnrýnir Spotify Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir tónlistarveituna Spotify vera „síðasta örvæntingarfulla prump deyjandi líks.“ 4. október 2013 11:30
Metin falla á Spotify Notendur streymdu nýjustu plötu Jay-Z 14 milljón sinnum á einni viku. 18. júlí 2013 11:06
Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. 16. apríl 2013 07:00
Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16