Forætisráðherra Úkraínu segir öll teikn á lofti þess efnis að stjórnarandstæðingar undirbúi nú valdarán í landinu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni Kænugarði síðustu daga eftir að forsetinn, Viktor Yanukovych, ákvað að hætta við að undirrita samning um nánari samskipti Úktaínu og Evrópusambandsins.
Talið er víst að forsetinn hafi þar verið að láta undan kröfum Rússa, sem vilja ekki sjá að Úkraína tengist ESB sterkari böndum. Þýsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir á aðaltorgi borgarinnar og óttast er að upp úr sjóði.
Segir valdarán í undirbúningi í Úkraínu
