Schumacher í skíðaslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2013 12:45 Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Nordicphotos/Getty Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi. Samkvæmt fjölmiðlinum Europe 1 var þýski heimsmeistarinn fyrrverandi fluttur á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla. Slysið átti sér stað á fjallasvæðinu Meribel í frönsku ölpunum þar sem Þjóðverjinn 44 ára gamli var á skíðum. Schumacher var með hjálm og við meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann hafi líklegast fengið heilahristing. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schumacher lendir í slysi. Hann lenti í 17 árekstrum á ferli sínum í Formúlu 1 og í kappakstri á Silverstone árið 1999 fótleggsbrotnaði hann. Sá þýski lenti enn fremur í mótorhjólaslysi á Spáni árið 2009 og hefur verið slæmur í hálsi síðan. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Frakkland Þýskaland Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi. Samkvæmt fjölmiðlinum Europe 1 var þýski heimsmeistarinn fyrrverandi fluttur á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla. Slysið átti sér stað á fjallasvæðinu Meribel í frönsku ölpunum þar sem Þjóðverjinn 44 ára gamli var á skíðum. Schumacher var með hjálm og við meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann hafi líklegast fengið heilahristing. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schumacher lendir í slysi. Hann lenti í 17 árekstrum á ferli sínum í Formúlu 1 og í kappakstri á Silverstone árið 1999 fótleggsbrotnaði hann. Sá þýski lenti enn fremur í mótorhjólaslysi á Spáni árið 2009 og hefur verið slæmur í hálsi síðan.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Frakkland Þýskaland Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira