„Ummæli Zlatan sorgleg og leiðinleg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2013 12:00 Zlatan Ibrahimovic og Theresa Sjögran. Mynd/Heimasíða sænska knattspyrnusambandsins Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan. Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan.
Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira