Nennir ekki lengur að telja húðflúrin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. janúar 2013 06:00 Friðrik Jónsson fer yfirleitt til sama mannsins í Reykjavík til að láta flúra sig. Fréttablaðið/Vilhelm "Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“ Húðflúr Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
"Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“
Húðflúr Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira