App vikunnar 5. janúar 2013 08:00 RunKeeper Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Endalaust úrval er af þessum öppum en hér er aðeins tekið fyrir eitt og er það RunKeeper, sem skráir upplýsingar um æfinguna þína um leið og þú ferð út að hlaupa, hjóla eða ganga. Appið virkir GPS-staðsetningarkerfi símans og merkir hlaupaleiðina inn á kort, skráir hversu hratt þú hljópst hvern kílómetra og mælir jafnvel brenndar kaloríur. Hlustir þú á tónlist á meðan þú hleypur lætur hvetjandi rödd þig reglulega vita hversu langt þú hefur hlaupið og á hversu löngum tíma. Appið er einfalt í notkun og krefst ekki neinna upplýsinga um þig nema tölvupóstfangs svo þú getir skráð þig inn sem notandi. Þú getur síðan stillt hverju þú deilir með öðrum notendum forritsins, sem telja meira en tólf milljónir manns um heim allan. Appið heldur síðan utan um allar æfingarnar þínar svo að hægt er að nálgast gömul hlaup og hlaupatíma aftur í tímann. Ef maður skráir sig síðan inn á vefsíðu RunKeeper má nálgast allar upplýsingar um hlaupin sín á vefnum. Einnig má skoða upplýsingar annarra notenda þar. Nýlega kynnti framleiðandi forritsins nýjung í uppfærslu þar sem hægt er að setja sér markmið. Appið lætur þig svo vita hversu vel þér gengur að ná settum markmiðum. Einnig má nálgast í nýrri uppfærslu appsins nokkrar æfingaáætlanir sem settar hafa verið saman af reyndum þjálfurum. Þar er appið búið að gera æfingadagskrá fyrir þig, fyrir næstu vikur og mánuði. Það er tilvalið fyrir þá sem til dæmis dreymir um að hlaupa 10 kílómetra, hálfmaraþon eða maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Fleiri álíka forrit má finna á verslunum snjallsímanna. Má þar nefna Endomondo, sem er einnig vinsælt meðal Íslendinga. Þar má til dæmis hlaupa eftir fyrir fram ákveðnum hlaupaleiðum sem notendur hafa skráð. Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
RunKeeper Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Endalaust úrval er af þessum öppum en hér er aðeins tekið fyrir eitt og er það RunKeeper, sem skráir upplýsingar um æfinguna þína um leið og þú ferð út að hlaupa, hjóla eða ganga. Appið virkir GPS-staðsetningarkerfi símans og merkir hlaupaleiðina inn á kort, skráir hversu hratt þú hljópst hvern kílómetra og mælir jafnvel brenndar kaloríur. Hlustir þú á tónlist á meðan þú hleypur lætur hvetjandi rödd þig reglulega vita hversu langt þú hefur hlaupið og á hversu löngum tíma. Appið er einfalt í notkun og krefst ekki neinna upplýsinga um þig nema tölvupóstfangs svo þú getir skráð þig inn sem notandi. Þú getur síðan stillt hverju þú deilir með öðrum notendum forritsins, sem telja meira en tólf milljónir manns um heim allan. Appið heldur síðan utan um allar æfingarnar þínar svo að hægt er að nálgast gömul hlaup og hlaupatíma aftur í tímann. Ef maður skráir sig síðan inn á vefsíðu RunKeeper má nálgast allar upplýsingar um hlaupin sín á vefnum. Einnig má skoða upplýsingar annarra notenda þar. Nýlega kynnti framleiðandi forritsins nýjung í uppfærslu þar sem hægt er að setja sér markmið. Appið lætur þig svo vita hversu vel þér gengur að ná settum markmiðum. Einnig má nálgast í nýrri uppfærslu appsins nokkrar æfingaáætlanir sem settar hafa verið saman af reyndum þjálfurum. Þar er appið búið að gera æfingadagskrá fyrir þig, fyrir næstu vikur og mánuði. Það er tilvalið fyrir þá sem til dæmis dreymir um að hlaupa 10 kílómetra, hálfmaraþon eða maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Fleiri álíka forrit má finna á verslunum snjallsímanna. Má þar nefna Endomondo, sem er einnig vinsælt meðal Íslendinga. Þar má til dæmis hlaupa eftir fyrir fram ákveðnum hlaupaleiðum sem notendur hafa skráð.
Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira