Olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. janúar 2013 06:00 Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um „hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands". Eftir að starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í október 1998 var lagt fram frumvarp um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Ríkti pólitísk samstaða um málið á þeim tíma enda voru bæði þingsályktunin og lögin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Nokkrar breytingar og bætur hafa verið gerðar á lögunum síðan, en á þeim grunni voru sérleyfin veitt eftir útboð. Þó svo að leyfin nú marki vissulega tímamót í þessu ferli er ljóst að langur vegur er frá því að svæðið sé rannsakað og þaulkannað, hvað þá að boranir hefjist. Nú verður svæðið rannsakað um nokkurra ára skeið, fyrst og fremst með hljóðbylgjum og sýnatöku. Í umsögn umhverfisráðuneytisins um leyfin kemur fram að „á fyrri stigum séu rannsóknir umsækjendanna þriggja skv. þeim áætlunum sem þeir hafa lagt fram ekki líklegar til að valda miklu raski á umhverfinu". Komi til þess í framtíðinni að sótt verði um rannsóknaboranir munu þær fara í gegnum strangt umhverfismat. Íslensk stjórnvöld hafa í hendi sér að gera ýtrustu kröfur um allt sem að umhverfi, tækni og öryggi snýr og taka þá sérstaklega tillit til aðstæðna á viðkomandi svæði, norrænnar legu þess í köldum sjó o.s.frv. og það á fortakslaust að gera. Nærtækt er að líta til staðla og reglna sem norsk stjórnvöld hafa sett varðandi umhverfis- og öryggismál, en þau eru almennt talin í fararbroddi á heimsvísu í þeim efnum og byggja á mikilli reynslu. Hluti af þessum öryggiskröfum er að þau fyrirtæki sem fengu sérleyfin þurftu að uppfylla hvoru tveggja skilyrði um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Þá felst aukið öryggi í því að norska ríkisolíufélagið Petoro skuli hafa nýtt rétt sinn til að vera fjórðungs aðili í hvoru leyfanna fyrir sig. Víða leitað á norðurslóðum Það er ljóst að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar, ráðgera allar olíuleit í sínum lögsögum á hafinu í nágrenni Íslands. Olíuleit á svæðinu við og í nágrenni Drekans munu því hefjast jafnvel þótt Íslendingar myndu ekki fara í slíkan leiðangur. Norðmenn hafa gert ítarlegar rannsóknir á sínum hluta Drekasvæðisins og er það mat þeirra að þrátt fyrir að svæðið sé úti á reginhafi séu veðurfræðilegar aðstæður um margt hagstæðar og tæknilegar aðstæður vel leysanlegar. Það ríður hins vegar á að hvergi sé slakað á ströngustu öryggiskröfum og fyllsta ástæða er til að fylgjast vel með þeim málum enda miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila. Samstarf aðila á þessu sviði er því liður í að tryggja að hvergi verði slakað á. Umhverfismál Réttmætar spurningar vegna mögulegrar olíuvinnslu hafa vaknað um ábyrgð Íslands í umhverfis- og loftsmálum, sem eru meðal mikilvægustu úrlausnarefnum samtímans. Um það er að segja að núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherslu á að Ísland standi að Kyoto-samkomulaginu og framlengingu þess án sérstakrar undanþágu. Jafnframt er hafin framkvæmd metnaðarfullrar áætlunar og margvíslegar aðgerðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, auka bindingu kolefnis og stuðla að orkuskiptum í samgöngum ekki síst. Á Íslandi búum við svo vel að nær öll raforka og orka til húshitunar kemur úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Við verðum hins vegar að gera mun betur í því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa þegar kemur að samgöngutækjum og höfum við sett okkur það markmið að árið 2020 höfum við náð 10% markinu. Í þessu augnamiði höfum við meðal annars gjörbylt allri hugsun í skattlagningu ökutækja og nú er þeim sem velja sér bíl með lága CO2-losun umbunað með lægri tollum og aðflutningsgjöldum. Þá eru raf-, vetnis- og metanbílar undanþegnir skatti, sem og íblöndunarefni í bensín og olíu. Ísland hefur líka ákveðið að innleiða ETS-reglukerfið um útblástur og tekið upp ýmsa aðra græna skatta til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og kolefnisgjöld. Þeir skattar byggja á þeirri hugmyndafræði umhverfisskatta að þeir sem mengi borgi. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar sem fjallaði um möguleg viðbrögð við hækkandi olíuverði tók ekki undir háværar kröfur hagsmunaðila um skattalækkanir á jarðefnaeldsneyti enda væru þær ósjálfbærar. Á grunni tillagna frá henni og innanríkisráðuneytinu ýtti ríkisstjórnin úr vör langstærsta átaki í uppbyggingu almenningssamgangna á Íslandi sem litið hefur dagsins ljós og mun yfir milljarður króna á ári renna til þeirra verkefna næstu árin. Nú þegar er til dæmis hægt að taka strætó úr Reykjavík og norður og austur um land. Á næstu vikum verður tilbúið frumvarp þar sem lagt verður til að hlutur eldsneytis af endurnýjanlegum eða umhverfisvænni uppruna verði verulega aukinn í samgöngum með íblöndun. Ísland ábyrgt í umhverfismálum Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt og sannað að hún vill taka á málum tengdum hlýnun jarðar með ábyrgum hætti. Það er hins vegar staðreynd að þrátt fyrir markmið um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis munum við þurfa að reiða okkur á það um fyrirsjáanlega framtíð til að knýja bíla, flugvélar og skip, sem og til iðnaðarframleiðslu. Spurningin sem við stöndum nú frammi fyrir er hvort við séum fyrir fram tilbúin að afsala okkur þeim möguleika að brotabrot af þeirri olíu sem væntanlega verður unnin á heimsvísu og notuð í áratugi til viðbótar, þar á meðal af okkur sjálfum, verði hugsanlega unnin hér. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að hin alþjóðlega viðleitni snýr að því að draga úr losun, stuðla að auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa o.s.frv., fremur en að takmarka framleiðslu. Á það er þó réttilega bent að aðeins megi vinna um þriðjung þekktra kolefnisbirgða í jörðu næstu fjörutíu árin eða svo ef markmið um að halda hlýnun jarðar innan við tvær gráður eigi að nást. Af þessum birgðum eru hins vegar tæpir tveir þriðju kol og brúnkol og því er ljóst að langmestum sköpum skiptir fyrir loftslagið hvort tekst að draga úr brennslu þeirrar gríðarlegu kolefnisuppsprettu. Kröfur um að Ísland gefi fyrir fram frá sér hugsanlega olíuvinnslu, sem væntanlega yrði í afar takmörkuðum mæli, í þágu baráttunnar gegn hlýnun jarðar verður að skoða í þessu stóra samhengi öllu. Ekki ætlum við að fórna sjálfbærum fiskveiðum okkar vegna ofveiði annara þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um „hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands". Eftir að starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í október 1998 var lagt fram frumvarp um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Ríkti pólitísk samstaða um málið á þeim tíma enda voru bæði þingsályktunin og lögin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Nokkrar breytingar og bætur hafa verið gerðar á lögunum síðan, en á þeim grunni voru sérleyfin veitt eftir útboð. Þó svo að leyfin nú marki vissulega tímamót í þessu ferli er ljóst að langur vegur er frá því að svæðið sé rannsakað og þaulkannað, hvað þá að boranir hefjist. Nú verður svæðið rannsakað um nokkurra ára skeið, fyrst og fremst með hljóðbylgjum og sýnatöku. Í umsögn umhverfisráðuneytisins um leyfin kemur fram að „á fyrri stigum séu rannsóknir umsækjendanna þriggja skv. þeim áætlunum sem þeir hafa lagt fram ekki líklegar til að valda miklu raski á umhverfinu". Komi til þess í framtíðinni að sótt verði um rannsóknaboranir munu þær fara í gegnum strangt umhverfismat. Íslensk stjórnvöld hafa í hendi sér að gera ýtrustu kröfur um allt sem að umhverfi, tækni og öryggi snýr og taka þá sérstaklega tillit til aðstæðna á viðkomandi svæði, norrænnar legu þess í köldum sjó o.s.frv. og það á fortakslaust að gera. Nærtækt er að líta til staðla og reglna sem norsk stjórnvöld hafa sett varðandi umhverfis- og öryggismál, en þau eru almennt talin í fararbroddi á heimsvísu í þeim efnum og byggja á mikilli reynslu. Hluti af þessum öryggiskröfum er að þau fyrirtæki sem fengu sérleyfin þurftu að uppfylla hvoru tveggja skilyrði um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Þá felst aukið öryggi í því að norska ríkisolíufélagið Petoro skuli hafa nýtt rétt sinn til að vera fjórðungs aðili í hvoru leyfanna fyrir sig. Víða leitað á norðurslóðum Það er ljóst að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar, ráðgera allar olíuleit í sínum lögsögum á hafinu í nágrenni Íslands. Olíuleit á svæðinu við og í nágrenni Drekans munu því hefjast jafnvel þótt Íslendingar myndu ekki fara í slíkan leiðangur. Norðmenn hafa gert ítarlegar rannsóknir á sínum hluta Drekasvæðisins og er það mat þeirra að þrátt fyrir að svæðið sé úti á reginhafi séu veðurfræðilegar aðstæður um margt hagstæðar og tæknilegar aðstæður vel leysanlegar. Það ríður hins vegar á að hvergi sé slakað á ströngustu öryggiskröfum og fyllsta ástæða er til að fylgjast vel með þeim málum enda miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila. Samstarf aðila á þessu sviði er því liður í að tryggja að hvergi verði slakað á. Umhverfismál Réttmætar spurningar vegna mögulegrar olíuvinnslu hafa vaknað um ábyrgð Íslands í umhverfis- og loftsmálum, sem eru meðal mikilvægustu úrlausnarefnum samtímans. Um það er að segja að núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherslu á að Ísland standi að Kyoto-samkomulaginu og framlengingu þess án sérstakrar undanþágu. Jafnframt er hafin framkvæmd metnaðarfullrar áætlunar og margvíslegar aðgerðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, auka bindingu kolefnis og stuðla að orkuskiptum í samgöngum ekki síst. Á Íslandi búum við svo vel að nær öll raforka og orka til húshitunar kemur úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Við verðum hins vegar að gera mun betur í því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa þegar kemur að samgöngutækjum og höfum við sett okkur það markmið að árið 2020 höfum við náð 10% markinu. Í þessu augnamiði höfum við meðal annars gjörbylt allri hugsun í skattlagningu ökutækja og nú er þeim sem velja sér bíl með lága CO2-losun umbunað með lægri tollum og aðflutningsgjöldum. Þá eru raf-, vetnis- og metanbílar undanþegnir skatti, sem og íblöndunarefni í bensín og olíu. Ísland hefur líka ákveðið að innleiða ETS-reglukerfið um útblástur og tekið upp ýmsa aðra græna skatta til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og kolefnisgjöld. Þeir skattar byggja á þeirri hugmyndafræði umhverfisskatta að þeir sem mengi borgi. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar sem fjallaði um möguleg viðbrögð við hækkandi olíuverði tók ekki undir háværar kröfur hagsmunaðila um skattalækkanir á jarðefnaeldsneyti enda væru þær ósjálfbærar. Á grunni tillagna frá henni og innanríkisráðuneytinu ýtti ríkisstjórnin úr vör langstærsta átaki í uppbyggingu almenningssamgangna á Íslandi sem litið hefur dagsins ljós og mun yfir milljarður króna á ári renna til þeirra verkefna næstu árin. Nú þegar er til dæmis hægt að taka strætó úr Reykjavík og norður og austur um land. Á næstu vikum verður tilbúið frumvarp þar sem lagt verður til að hlutur eldsneytis af endurnýjanlegum eða umhverfisvænni uppruna verði verulega aukinn í samgöngum með íblöndun. Ísland ábyrgt í umhverfismálum Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt og sannað að hún vill taka á málum tengdum hlýnun jarðar með ábyrgum hætti. Það er hins vegar staðreynd að þrátt fyrir markmið um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis munum við þurfa að reiða okkur á það um fyrirsjáanlega framtíð til að knýja bíla, flugvélar og skip, sem og til iðnaðarframleiðslu. Spurningin sem við stöndum nú frammi fyrir er hvort við séum fyrir fram tilbúin að afsala okkur þeim möguleika að brotabrot af þeirri olíu sem væntanlega verður unnin á heimsvísu og notuð í áratugi til viðbótar, þar á meðal af okkur sjálfum, verði hugsanlega unnin hér. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að hin alþjóðlega viðleitni snýr að því að draga úr losun, stuðla að auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa o.s.frv., fremur en að takmarka framleiðslu. Á það er þó réttilega bent að aðeins megi vinna um þriðjung þekktra kolefnisbirgða í jörðu næstu fjörutíu árin eða svo ef markmið um að halda hlýnun jarðar innan við tvær gráður eigi að nást. Af þessum birgðum eru hins vegar tæpir tveir þriðju kol og brúnkol og því er ljóst að langmestum sköpum skiptir fyrir loftslagið hvort tekst að draga úr brennslu þeirrar gríðarlegu kolefnisuppsprettu. Kröfur um að Ísland gefi fyrir fram frá sér hugsanlega olíuvinnslu, sem væntanlega yrði í afar takmörkuðum mæli, í þágu baráttunnar gegn hlýnun jarðar verður að skoða í þessu stóra samhengi öllu. Ekki ætlum við að fórna sjálfbærum fiskveiðum okkar vegna ofveiði annara þjóða.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun