Rammaáætlun markar tímamót Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. janúar 2013 06:00 Alþingi samþykkti í gær þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar. Alþingi lagði einnig áherslu á tækifæri almennings til að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Yfir 200 umsagnir bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum sem leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk áður en tillagan kom til kasta Alþingis. Þannig höfðu raddir almennings áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.Náttúran nýtur vafans Í umsagnarferlinu komu fram rökstuddar athugasemdir um að nauðsynleg gögn skorti um svæðin sex. Eru þau því færð í biðflokk meðan ýtarlegri gagna um þau er aflað áður en ákvörðun verður tekin um afdrif þeirra – ákvörðun sem byggir á bestu mögulegu upplýsingum um náttúrufar og umhverfi þeirra. Þannig er náttúran látin njóta vafans í anda varúðarreglunnar. Samþykkt rammaáætlunar endurspeglar aukinn skilning á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað. Það er einmitt náttúran sem dregur hingað flesta ferðamenn og er undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu. Náttúran þarfnast einnig verndar hennar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Eftir því sem skilningur á þessu eykst verður brýnna að skoða sérhvert inngrip með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.Mikilvæg framtíðarsýn Næstu skref felast í því að skipa verkefnisstjórn fyrir næsta áfanga rammaáætlunarinnar og að afla nauðsynlegra upplýsinga um þá kosti sem eru í biðflokki. Þá verður svæðum í verndarflokki komið í friðlýsingarferli, en þar eru margar náttúruperlur á borð við Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. Verkefni nýrrar verkefnisstjórnar byggir á lögum um rammaáætlun en einnig er dýrmæt leiðsögn í ýtarlegu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þingsins þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga. Í samþykkt Alþingis felst mikilvæg framtíðarsýn. Hún myndar skýran grunn fyrir atvinnulífið en undirstrikar um leið þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar. Alþingi lagði einnig áherslu á tækifæri almennings til að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Yfir 200 umsagnir bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum sem leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk áður en tillagan kom til kasta Alþingis. Þannig höfðu raddir almennings áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.Náttúran nýtur vafans Í umsagnarferlinu komu fram rökstuddar athugasemdir um að nauðsynleg gögn skorti um svæðin sex. Eru þau því færð í biðflokk meðan ýtarlegri gagna um þau er aflað áður en ákvörðun verður tekin um afdrif þeirra – ákvörðun sem byggir á bestu mögulegu upplýsingum um náttúrufar og umhverfi þeirra. Þannig er náttúran látin njóta vafans í anda varúðarreglunnar. Samþykkt rammaáætlunar endurspeglar aukinn skilning á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað. Það er einmitt náttúran sem dregur hingað flesta ferðamenn og er undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu. Náttúran þarfnast einnig verndar hennar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Eftir því sem skilningur á þessu eykst verður brýnna að skoða sérhvert inngrip með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.Mikilvæg framtíðarsýn Næstu skref felast í því að skipa verkefnisstjórn fyrir næsta áfanga rammaáætlunarinnar og að afla nauðsynlegra upplýsinga um þá kosti sem eru í biðflokki. Þá verður svæðum í verndarflokki komið í friðlýsingarferli, en þar eru margar náttúruperlur á borð við Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. Verkefni nýrrar verkefnisstjórnar byggir á lögum um rammaáætlun en einnig er dýrmæt leiðsögn í ýtarlegu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þingsins þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga. Í samþykkt Alþingis felst mikilvæg framtíðarsýn. Hún myndar skýran grunn fyrir atvinnulífið en undirstrikar um leið þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun