Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Obama Bandaríkjaforseti skrifaði undir 23 tilskipanir sem hann getur látið koma í kring. Börn sem skrifuðu honum bréf og báðu hann að herða byssulöggjöfina eftir Sandy Hook-árásina í desember voru með honum á sviðinu. fréttablaðið/ap Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira