Góð næring í stað stærri köku Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. janúar 2013 06:00 Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar