Ofbeldisklám og börn Ögmundur Jónasson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun