Smára svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar 31. janúar 2013 06:00 Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun