Match Fixing? Örn Bárður Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma!
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun