Eyðilegging kvótans Ólafur Örn Jónsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Mikil eyðilegging kvótans er búin að vera frá upphafi og ekki skrítið að margir útgerðarmenn trúðu því ekki að þessari endaleysu yrði haldið áfram og tóku þess vegna ekki þátt í að sölsa til sín kvóta. En þeir, ekki frekar en þjóðin, skildu ekki hvernig svikamyllu banka og nokkurra útgerða var háttað. Hvernig lánuð voru út á væntanleg veð í kvótunum lán sem stóðu jafnvel seljandanum ekki til boða. ÚA-hneykslið til dæmis. Skaðinn varð strax ljós þegar þær útgerðir sem staðið höfðu fyrir kvótabreytingunni byrjuðu að sanka að sér allt of miklum þorskkvótum „að sunnan“ og notuðu þá til að liggja í smáfiski í nýopnuðum hólfum fyrir Norðurlandi allan veturinn. Það tók tvö ár að eyðileggja friðunina sem átti sér stað í Sóknarmarkinu og fjórum árum seinna, 1990, sást ekki þorksur fyrir Suðurlandi og veiðin á þorski komin í 90.000 tonna sögulegt lágmark. Þarna var loksins brugðið við og hólfinu lokað og hert á smáfiskadrápi þessara skipa. En því miður í stað þess að afnema kvótakerfið var hert á því með afnámi frjálsra handfæraveiða og sett frjálst framsal. Við þetta fór af stað versta þróun sem hugsast gat fyrir íslenska sjómenn og þjóðina því að þarna hætti áherslan á hámörkun afrakstursins af veiðunum en í staðinn kom hámörkun fárra valinna einstaklinga á fjármögnun frá bönkunum. Nú var komin ríkisstjórn sem var til í að dansa hættulegan línudans í þeim eina tilgangi að hygla mönnum í útgerð með „leyfi“ til að nota aflaheimildir „eign þjóðarinnar“ sem eiginfé í viðskiptum við bankana. Þessi viðskipti stjórnuðu nú á þessum tíma öllu varðandi úthlutanir aflaheimilda sem ekki máttu verða meiri en svo að „viðunandi“ skortur væri á aflaheimildum svo verð á „öllum“ kvóta væri hátt og stöðugt. 1998 til 2007 Nú fór í gang hálfgerð skálmöld þar sem hreint og klárt var verið að reyna að fækka mönnum í útgerð. Þetta gekk svo langt að jafnvel gjaldfelldu bankar lán smærri útgerða til að þvinga þær til að láta þorskkvóta af hendi. Þetta hafði gífurleg áhrif á litlar útgerðir þar sem menn áttu litla þorskkvóta sem þeir notuðu til að fiska aukategundir. Þöggun En hvernig gátu svona alvarlegir atburðir átt sér stað? Fyrir utan að æðstu stjórnendur landsins stóðu vörð um þetta ferli og hvöttu til þess þá var í gangi þöggun þar sem ráðist var á alla þá í sjávarútvegi sem voguðu sér að segja sannleikann um það sem átti sér stað og bentu á dæmin þar sem miður fóru. Þarna voru sannarlega unnin mannréttindabrot á fólki og fjölskyldum sem við skulum vona að verði rannsökuð fyrr en seinna og tekin til dóms. Veiðar hafa alltaf verið sveiflukenndar á Íslandsmiðum, sem ætti að vera nóg ástæða til að menn skilji að kvótastýring er með öllu gagnslaus til að ná því markmiði að hámarka afrakstur greinarinnar. Ætla má að á síðustu 20 árum höfum við vanmetið veiðigetu þorskstofnsins fimm sinnum og mikið af fiski synt hjá garði og ekki nýst þjóðinni í útflutningsverðmæti eingöngu til að tryggja hátt og stöðugt verð á kvótanum í viðskiptum útgerða og banka. Að sjálfsögðu er þetta búið að skaða þjóðarbúið verulega og er skaðinn enn að birtast okkur núna í lítilli markaðshlutdeild sem gerir okkur erfitt fyrir í markaðsstríði við Norðmenn og Rússa nú þegar þeir eru búnir að átta sig á vitleysunni sem felst í því að reyna að „geyma“ óveiddan fisk í sjó. Fullvaxinn fisk á að veiða hvar sem í hann næst því þú tekur ekki fisk á morgun sem þú getur veitt í dag. Þetta er staðreynd sem allir reyndir skipstjórar þekkja vel. Gegn þjóðarvilja Nú er svo komið fyrir okkur að við horfum upp á nokkra útgerðaraðila ætla sér eignaraðild að nýtingarrétti fiskimiðanna í trássi við fiskveiðistjórnunarlögin og gegn skýlausum vilja þjóðarinnar. Það verður að segjast að við erum vitni að frekju og óbilgirni af hálfu sumra þessara manna og lygaáróðurinn sem þeir beita segir okkur að græðgin virðist ekki eiga sér nein takmörk hjá þessu fólki sem búið er að þvinga öll hagsmunasamtök og félög innan sjávarútvegs til að standa alfarið að baki þeim í baráttu þeirra fyrir þessari ólöglegu eignaraðild. Síðan, því miður, sjáum við alla fjóra gömlu stjórnmálaflokka landsins standa vörð um þetta kerfi og eru þeir til í að fara gegn þjóðinni þrátt fyrir að þjóðin hafi talað skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og kom fram í fyrri grein minni gekk Sóknarmarkið mjög vel og var sátt um það. Þetta kerfi er hægt að taka upp með engum fyrirvara og bæta við það skilyrði um að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Með þessu fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar komum við í veg fyrir óréttlæti, brottkast og löndun framhjá vigt. Við eyðum einokun að veiðum og vinnslu um leið og við hámörkum afrakstur miðanna. Okkur, sem trúum á frelsi einstaklingsins, á ekki dyljast að þetta yrði vítamínsprauta í íslenskt atvinnulíf sem mun skapa hringrás fjármagns sem síðan gagnast fyrirtækjum á innlendum markaði og í ríkisjóði. Hagur fólksins og fyrirtækjanna á að ganga fyrir græðgi fárra, það heitir lýðræði. Eyðum hagsmunagæslu fjórflokksins, kjósum nýju framboðin, kjósum DÖGUN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil eyðilegging kvótans er búin að vera frá upphafi og ekki skrítið að margir útgerðarmenn trúðu því ekki að þessari endaleysu yrði haldið áfram og tóku þess vegna ekki þátt í að sölsa til sín kvóta. En þeir, ekki frekar en þjóðin, skildu ekki hvernig svikamyllu banka og nokkurra útgerða var háttað. Hvernig lánuð voru út á væntanleg veð í kvótunum lán sem stóðu jafnvel seljandanum ekki til boða. ÚA-hneykslið til dæmis. Skaðinn varð strax ljós þegar þær útgerðir sem staðið höfðu fyrir kvótabreytingunni byrjuðu að sanka að sér allt of miklum þorskkvótum „að sunnan“ og notuðu þá til að liggja í smáfiski í nýopnuðum hólfum fyrir Norðurlandi allan veturinn. Það tók tvö ár að eyðileggja friðunina sem átti sér stað í Sóknarmarkinu og fjórum árum seinna, 1990, sást ekki þorksur fyrir Suðurlandi og veiðin á þorski komin í 90.000 tonna sögulegt lágmark. Þarna var loksins brugðið við og hólfinu lokað og hert á smáfiskadrápi þessara skipa. En því miður í stað þess að afnema kvótakerfið var hert á því með afnámi frjálsra handfæraveiða og sett frjálst framsal. Við þetta fór af stað versta þróun sem hugsast gat fyrir íslenska sjómenn og þjóðina því að þarna hætti áherslan á hámörkun afrakstursins af veiðunum en í staðinn kom hámörkun fárra valinna einstaklinga á fjármögnun frá bönkunum. Nú var komin ríkisstjórn sem var til í að dansa hættulegan línudans í þeim eina tilgangi að hygla mönnum í útgerð með „leyfi“ til að nota aflaheimildir „eign þjóðarinnar“ sem eiginfé í viðskiptum við bankana. Þessi viðskipti stjórnuðu nú á þessum tíma öllu varðandi úthlutanir aflaheimilda sem ekki máttu verða meiri en svo að „viðunandi“ skortur væri á aflaheimildum svo verð á „öllum“ kvóta væri hátt og stöðugt. 1998 til 2007 Nú fór í gang hálfgerð skálmöld þar sem hreint og klárt var verið að reyna að fækka mönnum í útgerð. Þetta gekk svo langt að jafnvel gjaldfelldu bankar lán smærri útgerða til að þvinga þær til að láta þorskkvóta af hendi. Þetta hafði gífurleg áhrif á litlar útgerðir þar sem menn áttu litla þorskkvóta sem þeir notuðu til að fiska aukategundir. Þöggun En hvernig gátu svona alvarlegir atburðir átt sér stað? Fyrir utan að æðstu stjórnendur landsins stóðu vörð um þetta ferli og hvöttu til þess þá var í gangi þöggun þar sem ráðist var á alla þá í sjávarútvegi sem voguðu sér að segja sannleikann um það sem átti sér stað og bentu á dæmin þar sem miður fóru. Þarna voru sannarlega unnin mannréttindabrot á fólki og fjölskyldum sem við skulum vona að verði rannsökuð fyrr en seinna og tekin til dóms. Veiðar hafa alltaf verið sveiflukenndar á Íslandsmiðum, sem ætti að vera nóg ástæða til að menn skilji að kvótastýring er með öllu gagnslaus til að ná því markmiði að hámarka afrakstur greinarinnar. Ætla má að á síðustu 20 árum höfum við vanmetið veiðigetu þorskstofnsins fimm sinnum og mikið af fiski synt hjá garði og ekki nýst þjóðinni í útflutningsverðmæti eingöngu til að tryggja hátt og stöðugt verð á kvótanum í viðskiptum útgerða og banka. Að sjálfsögðu er þetta búið að skaða þjóðarbúið verulega og er skaðinn enn að birtast okkur núna í lítilli markaðshlutdeild sem gerir okkur erfitt fyrir í markaðsstríði við Norðmenn og Rússa nú þegar þeir eru búnir að átta sig á vitleysunni sem felst í því að reyna að „geyma“ óveiddan fisk í sjó. Fullvaxinn fisk á að veiða hvar sem í hann næst því þú tekur ekki fisk á morgun sem þú getur veitt í dag. Þetta er staðreynd sem allir reyndir skipstjórar þekkja vel. Gegn þjóðarvilja Nú er svo komið fyrir okkur að við horfum upp á nokkra útgerðaraðila ætla sér eignaraðild að nýtingarrétti fiskimiðanna í trássi við fiskveiðistjórnunarlögin og gegn skýlausum vilja þjóðarinnar. Það verður að segjast að við erum vitni að frekju og óbilgirni af hálfu sumra þessara manna og lygaáróðurinn sem þeir beita segir okkur að græðgin virðist ekki eiga sér nein takmörk hjá þessu fólki sem búið er að þvinga öll hagsmunasamtök og félög innan sjávarútvegs til að standa alfarið að baki þeim í baráttu þeirra fyrir þessari ólöglegu eignaraðild. Síðan, því miður, sjáum við alla fjóra gömlu stjórnmálaflokka landsins standa vörð um þetta kerfi og eru þeir til í að fara gegn þjóðinni þrátt fyrir að þjóðin hafi talað skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og kom fram í fyrri grein minni gekk Sóknarmarkið mjög vel og var sátt um það. Þetta kerfi er hægt að taka upp með engum fyrirvara og bæta við það skilyrði um að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Með þessu fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar komum við í veg fyrir óréttlæti, brottkast og löndun framhjá vigt. Við eyðum einokun að veiðum og vinnslu um leið og við hámörkum afrakstur miðanna. Okkur, sem trúum á frelsi einstaklingsins, á ekki dyljast að þetta yrði vítamínsprauta í íslenskt atvinnulíf sem mun skapa hringrás fjármagns sem síðan gagnast fyrirtækjum á innlendum markaði og í ríkisjóði. Hagur fólksins og fyrirtækjanna á að ganga fyrir græðgi fárra, það heitir lýðræði. Eyðum hagsmunagæslu fjórflokksins, kjósum nýju framboðin, kjósum DÖGUN.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun