Inneignarnóta innanlands Pawel Bartoszek skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar