Mistök Sjálfstæðisflokks Össur Skarphéðinsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar