Er lítið mál að lofa of miklu? Sighvatur Björgvinsson skrifar 26. febrúar 2013 06:00 Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt?
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun