Hlýindaskeið er við að ná hámarki sínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. mars 2013 06:30 Hér má sjá glitta í varðskip Landhelgisgæslunnar í hafís undan landinu. Samkvæmt nýrri kenningu hefur ísbreiðan á norðurskautinu áhrif á sveiflur í veðurfari sem vara áratugum saman. Mynd/LHG Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi. Sjálfvirkar sveiflur í veðri á norðurhveli jarðar segir Páll valda því að skiptist á 25 til 40 kaldari ár og 25 til 40 hlýrri ár. Sveiflurnar segir hann svo til komnar vegna áhrifa af hafís og speglun sólar af ísbreiðunni, sem sé misstór. Um þessar mundir segir Páll komin ein 18 ár af yfirstandandi hlýindaskeiði og því gæti verið annað eins eftir á meðan fer kólnandi, þótt áfram geti talist tiltölulega hlýtt. „Það kólnar svona smátt og smátt frá hámarki," segir hann. Veðursveiflurnar segir hann virðast heldur lengri á þessari öld en síðustu þrjú til fjögur hundruð árin þar á undan, þegar skiptust á 25 köld ár og 25 hlý. „Núna er það lengri tími og nokkuð í samræmi við það sem virðist hafa verið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar." Páll segir að áhrifum hafíssins sé ekki gaumur gefinn í alþjóðlegum spám um loftslag. „Menn hafa verið að kenna öðrum þáttum um þessar loftslagsbreytingar, svo sem að sólin sé að breyta sér, eða að eldfjöll hafi áhrif á þessar sveiflur sem hafa verið gríðarlega miklar. En það held ég sé allt tómt mál að tala um," segir hann og telur sveiflurnar fremur skrifast á virkni íssins. „Ofan á þessar sveiflur bætist svo hlýnun jarðar að mestu fyrir atbeina mannsins, sem er óskyld þessu." Áhrif af mannavöldum segir Páll hins vegar þau að næsta kuldaskeið verði ekki jafnkalt og kuldaskeið fyrri ára. „Þetta kuldaskeið núna verður til dæmis ekki jafn kalt og var til dæmis "66 til "95." Að sama skapi segir Páll mega gera ráð fyrir að hlýindin sem svo við taki eftir næsta kulda verði enn meiri en áður. „En áhrif íssins virðast vera þýðingarmeiri þáttur en menn hafa áður gert sér grein fyrir," segir Páll, sem undirbýr vísindagrein um efnið. Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi. Sjálfvirkar sveiflur í veðri á norðurhveli jarðar segir Páll valda því að skiptist á 25 til 40 kaldari ár og 25 til 40 hlýrri ár. Sveiflurnar segir hann svo til komnar vegna áhrifa af hafís og speglun sólar af ísbreiðunni, sem sé misstór. Um þessar mundir segir Páll komin ein 18 ár af yfirstandandi hlýindaskeiði og því gæti verið annað eins eftir á meðan fer kólnandi, þótt áfram geti talist tiltölulega hlýtt. „Það kólnar svona smátt og smátt frá hámarki," segir hann. Veðursveiflurnar segir hann virðast heldur lengri á þessari öld en síðustu þrjú til fjögur hundruð árin þar á undan, þegar skiptust á 25 köld ár og 25 hlý. „Núna er það lengri tími og nokkuð í samræmi við það sem virðist hafa verið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar." Páll segir að áhrifum hafíssins sé ekki gaumur gefinn í alþjóðlegum spám um loftslag. „Menn hafa verið að kenna öðrum þáttum um þessar loftslagsbreytingar, svo sem að sólin sé að breyta sér, eða að eldfjöll hafi áhrif á þessar sveiflur sem hafa verið gríðarlega miklar. En það held ég sé allt tómt mál að tala um," segir hann og telur sveiflurnar fremur skrifast á virkni íssins. „Ofan á þessar sveiflur bætist svo hlýnun jarðar að mestu fyrir atbeina mannsins, sem er óskyld þessu." Áhrif af mannavöldum segir Páll hins vegar þau að næsta kuldaskeið verði ekki jafnkalt og kuldaskeið fyrri ára. „Þetta kuldaskeið núna verður til dæmis ekki jafn kalt og var til dæmis "66 til "95." Að sama skapi segir Páll mega gera ráð fyrir að hlýindin sem svo við taki eftir næsta kulda verði enn meiri en áður. „En áhrif íssins virðast vera þýðingarmeiri þáttur en menn hafa áður gert sér grein fyrir," segir Páll, sem undirbýr vísindagrein um efnið.
Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira