Reykjanesfólkvangur eða Reykjanes Geopark Róbert Ragnarsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum. Þessi ákvörðun bæjarráðs hefur fengið nokkra umfjöllun sem von er. Það gætir talsverðs misskilnings í þeirri umræðu og sumir fjölmiðlar gengið svo langt að túlka ákvörðunina þannig að Grindavíkurbær sé að aflétta friðun svo orkufyrirtæki geti virkjað að vild. Þeir fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að leita upplýsinga hjá Grindavíkurbæ. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur unnið drög að stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem m.a. gerir ráð fyrir sameiningu við Bláfjallafólkvang. Sú vinna er rót þeirrar umræðu sem nú fer fram um framtíð Reykjanesfólkvangs. Hvað er fólkvangur? Fólkvangar eru skilgreindir í 3. gr. í náttúruverndarlaga sem „Landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975 og standa að honum sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Reykjanesfólkvangur nær hins vegar ekki yfir landsvæði innan allra sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær leggja t.d. ekki til neitt land en Grindavíkurbær leggur til um 60% þess lands sem er innan fólkvangsins. Sveitarfélögin hafa aldrei samþykkt samvinnusamning eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum, heldur hefur hefðin verið sú að Reykjavíkurborg fer með formennsku og greiðir að mestu rekstrarkostnað. Grindavíkurbær fer með eitt atkvæði í stjórn fólkvangsins. Að mati Grindavíkurbæjar eru verndunarákvæði Reykjanesfólkvangs frekar takmörkuð og lítt skilgreind. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang frá 1975 segir: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar en undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi.“ Ákvæðin setja því engar hömlur á jarðhitavinnslu innan fólkvangsins. Þvert á móti setur verndin takmarkanir á allar framkvæmdir NEMA jarðhitanýtingu. Ein stærsta jarðvegsnáma landsins er auk þess rekin innan fólkvangsins, þannig að verndin hefur ekki verið mjög virk. Vinnuvélar á leiðinni? Í frétt á vefmiðlinum Smugunni er því haldið fram að markmið Grindavíkurbæjar sé að auðvelda orkufyrirtæki að koma með vinnuvélar inn í Reykjanesfólkvang og hefja framkvæmdir. Hið rétta er að það er ekki fyrirhuguð nein orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar unnið að gerð auðlindastefnu að grindvískri fyrirmynd til að marka sér stefnu um hvort og þá hvernig orkunýting á að fara fram innan þeirra skipulagsmarka. Auðlindastefna Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér auðlindastefnu. Sú stefna miðar að vernd og nýtingu náttúruauðlinda innan sveitarfélagsins. Nokkur samhljómur er milli auðlindastefnunnar og Rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár. Auðlindastefnan er eitt meginþemað í nýju Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar, en í því er lögð svokölluð hverfisvernd á ýmis svæði innan sveitarfélagsins sem innihalda náttúru- og menningarminjar. Sem dæmi má nefna Eldvörp, Selatanga, Húshólma og Brimketil. Þessar minjar eru meðal þeirra sem Reykjanesjarðvangur mun gera hærra undir höfði og aðgengilegri fyrir ferðafólk. Engin hverfisverndarsvæði eru innan Reykjanesfólkvangsins. Geopark, eða jarðvangur, er ekki skilgreindur í lögum. Um þá gilda hins vegar ákveðnir vottunarskilmálar sem UNESCO hefur sett. Það eru tæplega 100 jarðvangar til í heiminum og um helmingurinn í Evrópu. Einn slíkur hefur þegar fengið vottun á Íslandi, þ.e. Katla Geopark á Suðurlandi. Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Að mati Grindavíkurbæjar er mögulegt að sinna þeim svæðum sem eru innan Reykjanesfólkvangs betur með því að beita hverfisverndarákvæðum skipulagslaga og vottunarskilmálum UNESCO en hefur verið gert með skilmálum Reykjanesfólkvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum. Þessi ákvörðun bæjarráðs hefur fengið nokkra umfjöllun sem von er. Það gætir talsverðs misskilnings í þeirri umræðu og sumir fjölmiðlar gengið svo langt að túlka ákvörðunina þannig að Grindavíkurbær sé að aflétta friðun svo orkufyrirtæki geti virkjað að vild. Þeir fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að leita upplýsinga hjá Grindavíkurbæ. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur unnið drög að stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem m.a. gerir ráð fyrir sameiningu við Bláfjallafólkvang. Sú vinna er rót þeirrar umræðu sem nú fer fram um framtíð Reykjanesfólkvangs. Hvað er fólkvangur? Fólkvangar eru skilgreindir í 3. gr. í náttúruverndarlaga sem „Landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975 og standa að honum sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Reykjanesfólkvangur nær hins vegar ekki yfir landsvæði innan allra sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær leggja t.d. ekki til neitt land en Grindavíkurbær leggur til um 60% þess lands sem er innan fólkvangsins. Sveitarfélögin hafa aldrei samþykkt samvinnusamning eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum, heldur hefur hefðin verið sú að Reykjavíkurborg fer með formennsku og greiðir að mestu rekstrarkostnað. Grindavíkurbær fer með eitt atkvæði í stjórn fólkvangsins. Að mati Grindavíkurbæjar eru verndunarákvæði Reykjanesfólkvangs frekar takmörkuð og lítt skilgreind. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang frá 1975 segir: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar en undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi.“ Ákvæðin setja því engar hömlur á jarðhitavinnslu innan fólkvangsins. Þvert á móti setur verndin takmarkanir á allar framkvæmdir NEMA jarðhitanýtingu. Ein stærsta jarðvegsnáma landsins er auk þess rekin innan fólkvangsins, þannig að verndin hefur ekki verið mjög virk. Vinnuvélar á leiðinni? Í frétt á vefmiðlinum Smugunni er því haldið fram að markmið Grindavíkurbæjar sé að auðvelda orkufyrirtæki að koma með vinnuvélar inn í Reykjanesfólkvang og hefja framkvæmdir. Hið rétta er að það er ekki fyrirhuguð nein orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar unnið að gerð auðlindastefnu að grindvískri fyrirmynd til að marka sér stefnu um hvort og þá hvernig orkunýting á að fara fram innan þeirra skipulagsmarka. Auðlindastefna Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér auðlindastefnu. Sú stefna miðar að vernd og nýtingu náttúruauðlinda innan sveitarfélagsins. Nokkur samhljómur er milli auðlindastefnunnar og Rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár. Auðlindastefnan er eitt meginþemað í nýju Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar, en í því er lögð svokölluð hverfisvernd á ýmis svæði innan sveitarfélagsins sem innihalda náttúru- og menningarminjar. Sem dæmi má nefna Eldvörp, Selatanga, Húshólma og Brimketil. Þessar minjar eru meðal þeirra sem Reykjanesjarðvangur mun gera hærra undir höfði og aðgengilegri fyrir ferðafólk. Engin hverfisverndarsvæði eru innan Reykjanesfólkvangsins. Geopark, eða jarðvangur, er ekki skilgreindur í lögum. Um þá gilda hins vegar ákveðnir vottunarskilmálar sem UNESCO hefur sett. Það eru tæplega 100 jarðvangar til í heiminum og um helmingurinn í Evrópu. Einn slíkur hefur þegar fengið vottun á Íslandi, þ.e. Katla Geopark á Suðurlandi. Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Að mati Grindavíkurbæjar er mögulegt að sinna þeim svæðum sem eru innan Reykjanesfólkvangs betur með því að beita hverfisverndarákvæðum skipulagslaga og vottunarskilmálum UNESCO en hefur verið gert með skilmálum Reykjanesfólkvangs.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun