Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2013 06:30 Darri Hilmarsson er lykilmaður í bæði varnar- og sóknarleik Þórs. Fréttablaðið/Vilhelm Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira
Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira