Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál Guðbjartur Hannesson skrifar 16. mars 2013 06:00 Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun