Lagarfljót. In memoriam Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun