Yngstur í góðum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2013 06:00 Friðrik Ragnarsson og sonur hans Elvar Már. Friðrik varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík sem leikmaður. Mynd/Valli Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001 Dominos-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira