Vandi Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í vök að verjast síðustu vikur. Fylgið hefur sigið. Í sömu andrá hefur fylgi Framsóknarflokksins bólgnað með þvílíkum látum að helst minnir á Grímsvatnahlaup. Við hliðstæð umbrot í náttúrunni væri jarðfræðingum trúandi til að benda á orsakasamhengið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vorið 2009 feykti endurreisnarskýrslunni, sem fráfarandi formaður hafði þá undirbúið, út í hafsauga með hlátrasköllum. Fyrir vikið hefur flokkurinn átt í meira basli að gera upp við hrunið en efni standa til. Síðasti landsfundur ákvað að gera afstöðu flokksins til mögulegra nýrra skrefa í vestrænni samvinnu þrengri en VG. Það skaðaði kjölfestuímyndina í utanríkismálum. Formaður flokksins hefur sætt andróðri í eigin röðum, um flest að ósekju. Vandamálin liggja miklu fremur í ákvörðunum af þessu tagi. Óánægja þeirra sjálfstæðismanna sem telja rétt að ljúka aðildarviðræðunum hefur ekki farið leynt. Kannanir benda hins vegar til að þessir kjósendur hafi ekki yfirgefið flokkinn í stórum stíl. Alltént hafa Samfylkingin og Björt framtíð ekki bætt stöðu sína á sama tíma. Að vísu hefur þeim stuðningsmönnum Framsóknarflokksins sem vilja ljúka aðildarviðræðunum fjölgað talsvert. Einhverjir sem áður sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og eru á þessari skoðun hafa líklega fært sig yfir. En þar hljóta önnur mál en afstaðan til Evrópu að ráða för. Stjórnmálaskýringin á sigi Sjálfstæðisflokksins og framhlaupi Framsóknarflokksins gæti því að hluta legið aðeins undir yfirborði dægurumræðunnar.Icesave Ríkisstjórnarflokkarnir lærbrutu sjálfa sig í tveimur fyrstu samningunum um Icesave-skuld „óreiðumanna“ í Landsbankanum. Ríkisstjórnin neitaði að viðurkenna ósigur sinn í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave og efna til nýrra þingkosninga. Það var meiri ögrun en heilbrigt lýðræðiskerfi þolir. Eftir það fauk trúnaður hennar út í veður og vind. Þegar síðasti Icesave-samningurinn var gerður náði ríkisstjórnin samstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Samningar orka oft tvímælis. En það sýndi mikla yfirvegun og kjark formanns Sjálfstæðisflokksins að láta hagsmuni landsins ráða afstöðu sinni fremur en freistingar til að koma hælkrók á ríkisstjórnina. Einmitt á þessu augnabliki snerust áhrifaöfl innan Sjálfstæðisflokksins með atbeina forseta Íslands gegn Bjarna Benediktssyni jafnt sem ríkisstjórninni. Lærbrotin ríkisstjórnin var rúin trausti og gat ekki varist. Og formaður Sjálfstæðisflokksins átti fárra annarra kosta völ en að láta skynsemismatið víkja. Í framhaldinu var afstaða þingmanna Framsóknarflokksins hafin til skýjanna. Látið var í veðri vaka að þjóðin hefði afskrifað Icesave-skuldina með afli atkvæðanna. Skuldin var þó jafn há daginn eftir atkvæðagreiðsluna og daginn fyrir. Vandinn var að enginn hafði pólitískan trúverðugleika til að segja þjóðinni satt um að þjóðaratkvæðið var sjónhverfing fremur en lausn.Orsakasamhengið Þegar EFTA-dómurinn féll var því á ný haldið að fólkinu í landinu að þar með hefði verið staðfest að þjóðin hefði mátt koma Icesave-skuldinni fyrir kattarnef með atkvæðagreiðslu. Skuldin var hins vegar enn á sínum stað daginn eftir dóminn eins og daginn fyrir hann. Sem fyrr byrjuðu menn að hefja Framsóknarflokkinn upp í æðra veldi stefnufestu og hygginda. Það álit endurómaði síðan í allri þjóðmálaumræðunni. Einmitt þá hófst sig Sjálfstæðisflokksins og framhlaup Framsóknarflokksins. Landsbankinn situr hins vegar enn með skuldabréf sem hann þarf að standa þrotabúi gamla Landsbankans skil á. Þar liggur stór hluti Icesave-skuldarinnar enn ógreiddur í banka sem skattborgararnir bera ábyrgð á. Þjóðin aflar svo ekki nægilegs gjaldeyris til að greiða þessa skuld. Þessi staða væri að sönnu eins þó að samningurinn hefði verið gerður. Hann snerist um að eyða eins mikilli óvissu og unnt var þó að hann væri ekki ókeypis fremur en áhættan sem tekin var. Eini stjórnmálaforinginn sem í raun tók ábyrga afstöðu á öllum stigum Icesave-málsins var Bjarni Benediktsson. Hann snerist gegn óásættanlegum samningum í byrjun en studdi ásættanlega niðurstöðu í lokin. Eftir að ábyrg afstaða hans var snúin niður innan flokksins gat hann ekki bent á tómahljóðið í öllum ummælunum um stefnufestu Framsóknarflokksins. Og fyrir vikið er einnig erfiðara að afhjúpa töfralausnir Framsóknarflokksins í húsnæðismálum. Hefðu sjálfstæðismenn fylgt leiðsögn formannsins í Icesave væri auðveldara að stinga á málefnablöðru Framsóknarflokksins nú, ef hún væri þá til. Orsakasamhengið er nokkuð skýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í vök að verjast síðustu vikur. Fylgið hefur sigið. Í sömu andrá hefur fylgi Framsóknarflokksins bólgnað með þvílíkum látum að helst minnir á Grímsvatnahlaup. Við hliðstæð umbrot í náttúrunni væri jarðfræðingum trúandi til að benda á orsakasamhengið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vorið 2009 feykti endurreisnarskýrslunni, sem fráfarandi formaður hafði þá undirbúið, út í hafsauga með hlátrasköllum. Fyrir vikið hefur flokkurinn átt í meira basli að gera upp við hrunið en efni standa til. Síðasti landsfundur ákvað að gera afstöðu flokksins til mögulegra nýrra skrefa í vestrænni samvinnu þrengri en VG. Það skaðaði kjölfestuímyndina í utanríkismálum. Formaður flokksins hefur sætt andróðri í eigin röðum, um flest að ósekju. Vandamálin liggja miklu fremur í ákvörðunum af þessu tagi. Óánægja þeirra sjálfstæðismanna sem telja rétt að ljúka aðildarviðræðunum hefur ekki farið leynt. Kannanir benda hins vegar til að þessir kjósendur hafi ekki yfirgefið flokkinn í stórum stíl. Alltént hafa Samfylkingin og Björt framtíð ekki bætt stöðu sína á sama tíma. Að vísu hefur þeim stuðningsmönnum Framsóknarflokksins sem vilja ljúka aðildarviðræðunum fjölgað talsvert. Einhverjir sem áður sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og eru á þessari skoðun hafa líklega fært sig yfir. En þar hljóta önnur mál en afstaðan til Evrópu að ráða för. Stjórnmálaskýringin á sigi Sjálfstæðisflokksins og framhlaupi Framsóknarflokksins gæti því að hluta legið aðeins undir yfirborði dægurumræðunnar.Icesave Ríkisstjórnarflokkarnir lærbrutu sjálfa sig í tveimur fyrstu samningunum um Icesave-skuld „óreiðumanna“ í Landsbankanum. Ríkisstjórnin neitaði að viðurkenna ósigur sinn í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave og efna til nýrra þingkosninga. Það var meiri ögrun en heilbrigt lýðræðiskerfi þolir. Eftir það fauk trúnaður hennar út í veður og vind. Þegar síðasti Icesave-samningurinn var gerður náði ríkisstjórnin samstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Samningar orka oft tvímælis. En það sýndi mikla yfirvegun og kjark formanns Sjálfstæðisflokksins að láta hagsmuni landsins ráða afstöðu sinni fremur en freistingar til að koma hælkrók á ríkisstjórnina. Einmitt á þessu augnabliki snerust áhrifaöfl innan Sjálfstæðisflokksins með atbeina forseta Íslands gegn Bjarna Benediktssyni jafnt sem ríkisstjórninni. Lærbrotin ríkisstjórnin var rúin trausti og gat ekki varist. Og formaður Sjálfstæðisflokksins átti fárra annarra kosta völ en að láta skynsemismatið víkja. Í framhaldinu var afstaða þingmanna Framsóknarflokksins hafin til skýjanna. Látið var í veðri vaka að þjóðin hefði afskrifað Icesave-skuldina með afli atkvæðanna. Skuldin var þó jafn há daginn eftir atkvæðagreiðsluna og daginn fyrir. Vandinn var að enginn hafði pólitískan trúverðugleika til að segja þjóðinni satt um að þjóðaratkvæðið var sjónhverfing fremur en lausn.Orsakasamhengið Þegar EFTA-dómurinn féll var því á ný haldið að fólkinu í landinu að þar með hefði verið staðfest að þjóðin hefði mátt koma Icesave-skuldinni fyrir kattarnef með atkvæðagreiðslu. Skuldin var hins vegar enn á sínum stað daginn eftir dóminn eins og daginn fyrir hann. Sem fyrr byrjuðu menn að hefja Framsóknarflokkinn upp í æðra veldi stefnufestu og hygginda. Það álit endurómaði síðan í allri þjóðmálaumræðunni. Einmitt þá hófst sig Sjálfstæðisflokksins og framhlaup Framsóknarflokksins. Landsbankinn situr hins vegar enn með skuldabréf sem hann þarf að standa þrotabúi gamla Landsbankans skil á. Þar liggur stór hluti Icesave-skuldarinnar enn ógreiddur í banka sem skattborgararnir bera ábyrgð á. Þjóðin aflar svo ekki nægilegs gjaldeyris til að greiða þessa skuld. Þessi staða væri að sönnu eins þó að samningurinn hefði verið gerður. Hann snerist um að eyða eins mikilli óvissu og unnt var þó að hann væri ekki ókeypis fremur en áhættan sem tekin var. Eini stjórnmálaforinginn sem í raun tók ábyrga afstöðu á öllum stigum Icesave-málsins var Bjarni Benediktsson. Hann snerist gegn óásættanlegum samningum í byrjun en studdi ásættanlega niðurstöðu í lokin. Eftir að ábyrg afstaða hans var snúin niður innan flokksins gat hann ekki bent á tómahljóðið í öllum ummælunum um stefnufestu Framsóknarflokksins. Og fyrir vikið er einnig erfiðara að afhjúpa töfralausnir Framsóknarflokksins í húsnæðismálum. Hefðu sjálfstæðismenn fylgt leiðsögn formannsins í Icesave væri auðveldara að stinga á málefnablöðru Framsóknarflokksins nú, ef hún væri þá til. Orsakasamhengið er nokkuð skýrt.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun