Að skapa sátt Páll Valur Björnsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun