Stóri bróðir í Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Nigel Moore er með 19,9 stig, 7,6 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Liðið er búið að vinna 12 af 19 leikjum síðan að hann kom. Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira