Páskabréf til Björns Bj. Össur Skarphéðinsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES-samstarfinu. Þar séu vannýtt tækifæri og EES-samstarfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að forysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt. Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES-samningurinn sé traustur þverbiti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn – án þess að Ísland hefði teljandi áhrif á mótun þeirra. Er hægt að auka áhrifin í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viðurkenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niðurstaðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands. Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki – og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagnvart öllum sem ekki eru á „hinni einu sönnu skoðun“ sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES-samstarfinu. Þar séu vannýtt tækifæri og EES-samstarfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að forysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt. Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES-samningurinn sé traustur þverbiti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn – án þess að Ísland hefði teljandi áhrif á mótun þeirra. Er hægt að auka áhrifin í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viðurkenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niðurstaðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands. Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki – og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagnvart öllum sem ekki eru á „hinni einu sönnu skoðun“ sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar