Körfubolti

Stjörnumenn aftur yfir á réttum tíma

Teitur Örlygsson.
Teitur Örlygsson.
Annað árið í röð slógu Stjörnumenn Keflvíkinga út úr úrslitakeppninni eftir endurkomusigur í oddaleik. Þegar þróun þessara tveggja leikja er borin saman kemur margt svipað í ljós. Stjarnan vann reyndar í framlengingu í leiknum í fyrra en í ár líkt og þá dugði það ekki Keflvíkingum að vera með forystuna stærstan hluta leiksins.

Keflavík var yfir í tæpar 30 mínútur á skírdag, eða 74 prósent leiktímans, og fyrir ári síðan var Keflavík með forystu í 30 mínútur og 47 sekúndur í venjulegum leiktíma, eða 77 prósent leiktímans.

„Mér fannst þessi leikur vera ofboðslega líkur leiknum í fyrra. Við héldum haus og einbeittum okkur að leiknum allan tímann. Ég var ánægður með það, ekki síst vegna alls þess sem á undan er gengið. Það hefði verið voðalega auðvelt að bakka og tapa þessum leik," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, sem hefur nú unnið 13 af 20 oddaleikjum sem hann hefur tekið þátt í sem leikmaður eða þjálfari í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×