Verkin vinnast með Lýðræðisvaktinni Sjöfn Rafnsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun