Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Stígur Helgason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Erpur ræðir við lögreglumann rétt eftir atvikið. Fréttablaðið/Vilhelm Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug. Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug.
Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira