Við hvað erum við hrædd? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun