

Reimleikar í Reykjavík
Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík
Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.
Getuleysi eða róttækni
Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau.
Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.
Lög í þágu samfélags
Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar