Vinnuforkur sem lætur verkin tala Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun