Lottó eða lausnir? Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun