Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Hákon Einar Júlíusson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun