Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Hákon Einar Júlíusson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar!
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar