Flokkur heimilanna vill færa þeim nýja von Halldór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun