Bjarki hvílir ristina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 06:30 Leiðir Bjarka Más og uppeldisfélags hans HK skildi í fullkominni sátt. Fréttablaðið/Daníel „Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Sjá meira
„Ég er mættur til Þýskalands,“ voru fyrstu orð handknattleikskappans Bjarka Más Elíssonar í samtali við Fréttablaðið í gær. Bjarki Már nýtti sér á dögunum uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK og er laus allra mála. „Ég er samt bara á leiðinni á úrslitahelgina í Meistaradeildinni,“ sagði Bjarki Már léttur en óvissa ríkir um hvar hornamaðurinn mun leika á næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila erlendis, það er bara þannig. Hvert ég fer veit ég ekki sem stendur,“ segir Bjarki Már. Hann viðurkennir þó að hann sé að velta einu erlendu félagi fyrir sér en geti ekki gefið upp hvert það er sem stendur. Bjarka Má stóð til boða að ganga í raðir rússneska félagsins Medvedi í vor en ekkert varð af félagaskiptunum vegna fjárhagsvandræða hjá Medvedi. „Það fór aldrei opinberlega af borðinu en umboðsmanninum mínum líst ekki vel á ástandið hjá þeim,“ segir Bjarki. Íslenska landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í júní. Bjarki Már verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að reyna að ná sér góðum af meiðslum á ristum. Meiðslin voru að plaga hann í vetur en Bjarki Már segir ástæðuna þá að hann sé með óvenjulega háar ristar. „Í samráði við landsliðsþjálfarann verð ég ekki með að þessu sinni,“ segir Bjarki. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg hjá þeim Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara, sem hefur skilning á meiðslum hornamannsins. Bjarki Már sleikir sólina í Þýskalandi næstu daga og tók að sér að vera lukkudýr fyrir fulltrúa Íslands í Köln um helgina. Þar verða Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Kiel og Þórir Ólafsson í hægra horninu hjá Kielce. Liðin mætast einmitt í undanúrslitum á morgun.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45 Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Sjá meira
Bjarki Már undir smásjánni hjá Medvedi Bjarki Már Elísson, leikmaður HK og landsliðsmaður í handbolta, er undir smásjánni hjá Rússneska stórliðinu Chekhovskiye Medvedi sem mætir einmitt Íslendingaliðinu Kiel í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Þetta kom fram hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1. mars 2013 18:45
Bjarki Már hættur hjá HK Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við sínum hjá HK og er hættur hjá félaginu. 28. maí 2013 17:08